Myndir frá sumarbústaðaför okkar allra fimm með Siggu, Tóta og börnum:
18. ágúst 2009
7. ágúst 2009
Hér er um ljóshraða að ræða...
Ég lifi í afneitun. Ágúst er ekki runninn upp og skólinn er í órafjarlægð. Vinsamlegast ekki halda öðru fram.
Reið fram í Ábæ með Tinu minni á Keldulandi og tveim vinkonum hennar, birtast hér myndir af því og fleiru.
Reið fram í Ábæ með Tinu minni á Keldulandi og tveim vinkonum hennar, birtast hér myndir af því og fleiru.
24. júlí 2009
Og júlí flýgur áfram
Ég reyni að halda í hvern dag þessa mánaðar því hver hefði vitað að sumarið hlypi svo hratt? Annars rámar mig nú í að hvert sumar bregði sér í hlaupaskóna. Nokkrar myndir komnar í Picasa, með útskýringum.
Fjárinn!! Hvernig getur maður sett inn Picasa myndaalbúm einn daginn og fullkomnlega klikkað á því seinna meir? Ég bara man ekki hvernig þetta er gert og pæli í því seinna! En þið getið allavega smellt á krækjuna hér fyrir neðan.
Samansafn
Fjárinn!! Hvernig getur maður sett inn Picasa myndaalbúm einn daginn og fullkomnlega klikkað á því seinna meir? Ég bara man ekki hvernig þetta er gert og pæli í því seinna! En þið getið allavega smellt á krækjuna hér fyrir neðan.
Samansafn
4. júlí 2009
Kátt er á hjalla...
Er að prófa mig áfram í Picasa. Síðustu vikur virðist ekkert sérstakt hafa gerst en samt þjóta þær áfram. Dugnaðarforkurinn Kristín systurdóttir mín var hjá mér í rúma viku, hún var svo sótt af móður sinni og systkinum. Systir hennar Elva Björk kemur svo einhverntímann í þessum mánuði. Í Reykjarvíkurferðinni var lítið gert en Eva Rós afrekaði að fara með okkur í Elliðaárdalinn - hrein perla í stórborginni - og þvílíkt leiksvæði! Jæja, annars skýra myndirnar sig sjálfar, er það ekki?
Sumarmyndir |
8. júní 2009
Jú, gott fók, við erum á lífi
... Og ekki alveg hætt að blogga, þá bloggheimur sé að mestu flúinn yfir á snjáldrið. Hendi inn nokkrum myndum frá síðustu dögum og helstu furðufuglum sem hér hafa sést.
Fyrst er að nefna brandugluna sem sést hér oft á sveimi yfir túnunum í músaleit. Hún er eflaust betri en nokkur fjósköttur.
Davíð fann svo gæludýr um daginn, stálpaðan þrastarunga sem hafði dottið úr tré. Fuglinn dvaldist hér í húsi í um hálftíma þar til Davíð var sendur með hann með bagga af samviskubiti yfir því að gera foreldra ungans barnlausa.
Ég hef ekki hugmynd hvaða furðufuglar þetta eru.... Eða jújú, hún Áróra Árnadóttir gisti hjá okkur í nokkrar nætur okkur öllum til sérstakrar ánægju, sérstaklega Ingu.
Þessar myndir sem hér á eftir koma eru síðan í gær:
Ohh þessi hvolpur! Eymundur Ás var að reyna að klappa þessum glefsandi óþekktaranga.
Við drukkum úti, þvílíkur lúxus.
Davíð barðist við að tjalda en Sprettur gerði sitt besta til að koma í veg fyrir það.
Fyrst er að nefna brandugluna sem sést hér oft á sveimi yfir túnunum í músaleit. Hún er eflaust betri en nokkur fjósköttur.
Davíð fann svo gæludýr um daginn, stálpaðan þrastarunga sem hafði dottið úr tré. Fuglinn dvaldist hér í húsi í um hálftíma þar til Davíð var sendur með hann með bagga af samviskubiti yfir því að gera foreldra ungans barnlausa.
Ég hef ekki hugmynd hvaða furðufuglar þetta eru.... Eða jújú, hún Áróra Árnadóttir gisti hjá okkur í nokkrar nætur okkur öllum til sérstakrar ánægju, sérstaklega Ingu.
Þessar myndir sem hér á eftir koma eru síðan í gær:
Ohh þessi hvolpur! Eymundur Ás var að reyna að klappa þessum glefsandi óþekktaranga.
Við drukkum úti, þvílíkur lúxus.
Davíð barðist við að tjalda en Sprettur gerði sitt besta til að koma í veg fyrir það.
23. maí 2009
Iceland today
18. maí 2009
Til HAMINGJU, Tunga!!
Í dag er merkisdagur, við erum komin með ALMENNILEGA tengingu! Ekki lengur að hámarki 128 kb/sekúndu, heldur um 4,50 mb/sek. Gerið þið ykkur grein fyrir þessu? Mogginn birtist STRAX, ekki eftir um 5-10 sekúndur. Við getum hlustað á lag á jútúp, án þess að bíðogbíðogbíðogbíða! Tengdó sagðist ekki hafa búist við að sjá þetta gerast á meðan hún væri á lífi...
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)