9. apríl 2009

Ég kenni lélégri tengingu um

Já, gott fólk. Ég hef ákveðið að leggja alla sök á nettenginguna, að taka ekkert á mig. Seinagangur við að setja út myndir á síðuna útskýrist hérmeð.

Ekkert að frétta í páskafríinu. Maður er heima alla daga með undantekningum. Samt er eitthvað svo mikið að gera að ég kemst ekki yfir allt á óskrifaða listanum mínum. Tiltekt rétt hefst, uppvask eftir nennu... En, verkefni páskanna snýst um flísar. Karl faðir minn er væntanlegur í fyrramálið með flísar og fleira til að leggja á forstofuna og laga með mér baðmósavíkina.

Fórum annars á skíði með vinningshöfum Bylgjunnar - Eva Rós, Jói og börn unnu helgarferð til Skagafjarðar, skíðaferð innifalin. Hér eru hjónin með öllum börnunum. Að eigin sögn var Gunnar ekkert sérlega (séðlega) glaður á þessari stundu./ That´s my cousin Eva Rós, her husband and our six kids, collectively.


Þýska þjóðin þarf ekki að skammast sín meðan hún á þegna eins og Elísu (til hægri). Sú er au-pair Siggu mágkonu. /Eva Rós and Elisa from Germany on the top.


Flati John kom með okkur, er þarna á milli Birgittu Karenar og Ingu./ Flat John came with us skiing, but he mostly watched, due to an early shoulder sprain. After he had his leg ripped off in Gunnar´s play school, he´s a bit wary of action. Note, his leg was taped back on.


Eva Rós og Elísa skiptust á skíðum og bretti. Gella ársins. /Need I explain?


Daginn eftir brugðum við fjölskyldan okkur til Reykjavíkur til að fara í fermingarveislu Odds Kárasonar. Á meðan Einar fór í messuna, fór restin í Hafnarfjörðinn til Dagnýjar systur og co. Við röltum um gamla bæinn og fundum mörg leiksvæði.


Tók u.þ.b. 15 myndir af þessum þremur í trénu. Þessi var skást... Þær eru samt alltaf jafn sætar.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

frábærar myndir hjá þer,

Nafnlaus sagði...

Jæja, svo Einar getur farið í messur í öðrum hreppum; jahá!
Flottar myndir hjá þér og farðu í kröfugöngu um að fá betri tengingu..
Mbk,
Sg

Nafnlaus sagði...

æðislegar myndir - og takk fyrir síðast - vorum að koma úr bláfjöllunum :)