15. janúar 2008

Ha? Ertað tala við mig?


Ég held ég sé mögulega með einhverja þroskafroska-röskunarheilkenni. Suma dagana virðist ég ekki hugsa um neitt. Sest fyrir framan tölvuna, til að skrifa einhver rakin gullkorn sem spretta upp úr mínum stórfenglega heila. En ekkert kemur, þetta er svona svipuð tilfinning og að opna goslausa gosflösku = Zh. Ekki PZZZZZZZZZZHHHHHHHH!!!!!!


Ég ætla bara að halda áfram að hugsa um árshátíðina, nemendur, kennslu, börnin og manninn, námskeið, kvöldmat, innkaup, Sögur úr síðunni, þrif, þvott... Set svo aðra (af tveim, já) myndina sem var tekin í 4 ára afmælinu á sunnudaginn.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er bara svona að vera kona. Segir hún Marta vinkona mín stundum. Við höfum svo margt að hugsa um að við fáum þetta heilkenni sem þú fannst svo ágætt nafn yfir.
Love,
Six