25. janúar 2008

Æi! Sjúkk! Æi! Sjúkk

Jújú, auðvitað er maður ögn spældur að komast ekki suður, en mér finnst ég hafa grætt heila helgi! Tilhugsunin um að eyða ómældum klukkustundum í hægfara bíl í kafaldsbyl með einum manni og þremur börnum, var ekkert sérstök. Eiginlega hryllileg. Og í staðinn fyrir þetta tilbúna fangelsi (þetta með bílinn og snjóinn og börnin og allt það) fæ ég að vera heima hjá mér og taka til hendinni, þurrka af u.þ.b. 2 kg af ryki, ganga frá Hreinþvottafelli, finna gólfið aftur, skrúbba verstu blettina af því... Kannski maður ætti bara að láta sig gossa suður á bóginn.

Las í Nat´l Geographic að hátt í einn fjórði háskólanema í Bandaríkjunum nota Ritalín og önnur athyglisbrestslyf til að skerpa á minni og athygli.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Var svona vont vedur ????
Nu verdur amma spæld..

Nafnlaus sagði...

ooooooooooohhhhhh - hlakkaði geðveikt til að fá ykkur :( þú verður bara að plana tvöfalda helgi fljótlega (frá fimmtudegi til mánudags :) ) það er heimta !
ástarkveðja úr höfuðborginni !
p.s. hefði getað farið með þig í ráðhúsið í geðveikt geim þessa helgi :) löggan og allt :)