- Árshátíð Varmahlíðarskóla á föstudaginn 18. janúar - minn frábæri 8. bekkur æfir á fullu leikrit sem er að mestu fimleikasýning. Sú minnir á árshátíðir fyrri ára þegar einmitt fimleikarsýningar voru plássfrekar, nánast allir í skólanum fóru handahlaup, allavega í það minnast kollhnís og sumir hoppuðu í hringi af trampolínum. Þetta verður að sjálfsögðu langbesta atriðið. Að mínu mati.
- Afmæli litla drengsins míns - sá verður 4 ára á mánudaginn. Ótrúlegt. Ég á ekki lengur lítið barn. Ekki það að klukkur klingi, en ég finn samt fyrir örsmárri eftirsjá af ungbarna-aldri afkvæma minna. Á morgun verður haldið upp á herlegheitin, ég vona að drengurinn verði ekki spældur þegar allir gestirnir eru mættir, því þrátt fyrir margendurteknar ítrekanir verður ekki öllum strákunum á deildinni hans boðið.
- Undurfallegt veður í dag og síðustu daga - himininn sýnir ný listaverk á hverjum degi, með aðstoð fjallanna.
- Söngprógram Karlakórsins Heimis helgað Stefáni Íslandi - komst ekki á þrettándahátíðina vegna stórafmælis Birgit á Akureyri, en ég VERÐ að komast á þessa tónleika. Af hverju? Tjah, mannstu Eva Rós eftir Stefáni þegar hann bjó gamall maður fyrir ofan ömmu og afa á Háaleitisbrautinni? Hann á það örugglega skilið að ég kynnist annarri hlið af honum en maður gerði á Háó. Blessaður maðurinn.
- Nýtt ár og nýir tímar - þetta ár skal einkennast af bullandi bjartsýni og jákvæðni!
12. janúar 2008
Hm... hvað skal segja?
Æi, ég hef opnað þessa síðu reglulega síðustu daga en ekkert hefur viljað skrifast á skjáinn, því ég hef ekkert verið að hugsa um neitt sem mætti rata út á hið víða net. Þó get ég talið upp nokkur atriði sem eiga eitthvert pláss í hugsunum mínum:
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Geggjað ammæli!
Kv.
Mákkan
Skrifa ummæli