8. júní 2009

Jú, gott fók, við erum á lífi

... Og ekki alveg hætt að blogga, þá bloggheimur sé að mestu flúinn yfir á snjáldrið. Hendi inn nokkrum myndum frá síðustu dögum og helstu furðufuglum sem hér hafa sést.


Fyrst er að nefna brandugluna sem sést hér oft á sveimi yfir túnunum í músaleit. Hún er eflaust betri en nokkur fjósköttur.


Davíð fann svo gæludýr um daginn, stálpaðan þrastarunga sem hafði dottið úr tré. Fuglinn dvaldist hér í húsi í um hálftíma þar til Davíð var sendur með hann með bagga af samviskubiti yfir því að gera foreldra ungans barnlausa.


Ég hef ekki hugmynd hvaða furðufuglar þetta eru.... Eða jújú, hún Áróra Árnadóttir gisti hjá okkur í nokkrar nætur okkur öllum til sérstakrar ánægju, sérstaklega Ingu.


Þessar myndir sem hér á eftir koma eru síðan í gær:
Ohh þessi hvolpur! Eymundur Ás var að reyna að klappa þessum glefsandi óþekktaranga.



Við drukkum úti, þvílíkur lúxus.


Davíð barðist við að tjalda en Sprettur gerði sitt besta til að koma í veg fyrir það.