24. júlí 2009

Og júlí flýgur áfram

Ég reyni að halda í hvern dag þessa mánaðar því hver hefði vitað að sumarið hlypi svo hratt? Annars rámar mig nú í að hvert sumar bregði sér í hlaupaskóna. Nokkrar myndir komnar í Picasa, með útskýringum.

Fjárinn!! Hvernig getur maður sett inn Picasa myndaalbúm einn daginn og fullkomnlega klikkað á því seinna meir? Ég bara man ekki hvernig þetta er gert og pæli í því seinna! En þið getið allavega smellt á krækjuna hér fyrir neðan.

Samansafn

4. júlí 2009

Kátt er á hjalla...

Er að prófa mig áfram í Picasa. Síðustu vikur virðist ekkert sérstakt hafa gerst en samt þjóta þær áfram. Dugnaðarforkurinn Kristín systurdóttir mín var hjá mér í rúma viku, hún var svo sótt af móður sinni og systkinum. Systir hennar Elva Björk kemur svo einhverntímann í þessum mánuði. Í Reykjarvíkurferðinni var lítið gert en Eva Rós afrekaði að fara með okkur í Elliðaárdalinn - hrein perla í stórborginni - og þvílíkt leiksvæði! Jæja, annars skýra myndirnar sig sjálfar, er það ekki?

Sumarmyndir