18. ágúst 2009

Fríhelgi fjölskyldunnar

Myndir frá sumarbústaðaför okkar allra fimm með Siggu, Tóta og börnum:

7. ágúst 2009

Hér er um ljóshraða að ræða...

Ég lifi í afneitun. Ágúst er ekki runninn upp og skólinn er í órafjarlægð. Vinsamlegast ekki halda öðru fram.

Reið fram í Ábæ með Tinu minni á Keldulandi og tveim vinkonum hennar, birtast hér myndir af því og fleiru.

24. júlí 2009

Og júlí flýgur áfram

Ég reyni að halda í hvern dag þessa mánaðar því hver hefði vitað að sumarið hlypi svo hratt? Annars rámar mig nú í að hvert sumar bregði sér í hlaupaskóna. Nokkrar myndir komnar í Picasa, með útskýringum.

Fjárinn!! Hvernig getur maður sett inn Picasa myndaalbúm einn daginn og fullkomnlega klikkað á því seinna meir? Ég bara man ekki hvernig þetta er gert og pæli í því seinna! En þið getið allavega smellt á krækjuna hér fyrir neðan.

Samansafn

4. júlí 2009

Kátt er á hjalla...

Er að prófa mig áfram í Picasa. Síðustu vikur virðist ekkert sérstakt hafa gerst en samt þjóta þær áfram. Dugnaðarforkurinn Kristín systurdóttir mín var hjá mér í rúma viku, hún var svo sótt af móður sinni og systkinum. Systir hennar Elva Björk kemur svo einhverntímann í þessum mánuði. Í Reykjarvíkurferðinni var lítið gert en Eva Rós afrekaði að fara með okkur í Elliðaárdalinn - hrein perla í stórborginni - og þvílíkt leiksvæði! Jæja, annars skýra myndirnar sig sjálfar, er það ekki?

Sumarmyndir

8. júní 2009

Jú, gott fók, við erum á lífi

... Og ekki alveg hætt að blogga, þá bloggheimur sé að mestu flúinn yfir á snjáldrið. Hendi inn nokkrum myndum frá síðustu dögum og helstu furðufuglum sem hér hafa sést.


Fyrst er að nefna brandugluna sem sést hér oft á sveimi yfir túnunum í músaleit. Hún er eflaust betri en nokkur fjósköttur.


Davíð fann svo gæludýr um daginn, stálpaðan þrastarunga sem hafði dottið úr tré. Fuglinn dvaldist hér í húsi í um hálftíma þar til Davíð var sendur með hann með bagga af samviskubiti yfir því að gera foreldra ungans barnlausa.


Ég hef ekki hugmynd hvaða furðufuglar þetta eru.... Eða jújú, hún Áróra Árnadóttir gisti hjá okkur í nokkrar nætur okkur öllum til sérstakrar ánægju, sérstaklega Ingu.


Þessar myndir sem hér á eftir koma eru síðan í gær:
Ohh þessi hvolpur! Eymundur Ás var að reyna að klappa þessum glefsandi óþekktaranga.



Við drukkum úti, þvílíkur lúxus.


Davíð barðist við að tjalda en Sprettur gerði sitt besta til að koma í veg fyrir það.

23. maí 2009

Iceland today

This is mostly for you folks anywhere else than in Iceland. I took this one last night at 23:48 before checking on a birthing ewe - baabaa.

18. maí 2009

Til HAMINGJU, Tunga!!

Í dag er merkisdagur, við erum komin með ALMENNILEGA tengingu! Ekki lengur að hámarki 128 kb/sekúndu, heldur um 4,50 mb/sek. Gerið þið ykkur grein fyrir þessu? Mogginn birtist STRAX, ekki eftir um 5-10 sekúndur. Við getum hlustað á lag á jútúp, án þess að bíðogbíðogbíðogbíða! Tengdó sagðist ekki hafa búist við að sjá þetta gerast á meðan hún væri á lífi...

16. maí 2009

Sólin og sumar nýkomið.

Nokkur munur er á þessari helgi og þeirri síðustu. Við Hulda Hvönn Kristinsdóttir, Jónasardótturdóttir Elíassonar, börðumst í gegnum hríð tvær nætur í röð, til að gá að lömbum. Í dag rifu öll börn sig úr eins mörgum flíkum og þau máttu og smurðu sig hátt og lágt með sólarvörn.

Í dag kom smávaxin rúta með börn og tengdabörn Jóhanns Samsonarsonar og konu hans Huldu. Jói var sumsé bróðir ömmu Nónu. Þau koma saman í tilefni þess að pabbi þeirra hefði orðið níræður um þessar mundir./These are my mother´s cousins (my grandmother Jonea had 12 siblings so this is only a fraction of my mom´s cousins, sired by one of amma Nóna´s brothers.), they visited me today.


Fermingarsystkinin Baddý og Sambi Jóa Samm með Ingu í nýju peysunni sem amma Ida prjónaði (tvisvar)./Baddy and her cousin Sambi. They are born in the same month in the same year, both babtised over their grandmother Baddy elder´s coffin. Isn´t that sweet?


Litli MacSprettur (pabbi hans er innfluttur Skoti) hefur stækkað og túnin myndast við að grænka./ Our lovely little Sprettur grows, as does Gunnar and the green grass.


Hann fær ýmis konar meðferð á bænum, þarf ekki einu sinni að labba á pallinum./Sprettur rests his young legs, catches a ride with Davíð.


Blómasprettan hjá Baddý og Svavari uppí Sæló./ Baddý and Svavar´s flowers in the middle of May.


Gleymdi þessari mynd, tekin 3. þ.m. Þessi rjúpa hefur haldið sig í kringum bæina síðustu vikur en hennar helsti óvinur er smyrill. Myndin er tekin út um gluggann hjá okkur en hún sat dágóða stund áður en hún lagði í hann./This ptarmigan likes to hang out around our houses, but she´s rather pooped there after escaping from a falcon chase.

3. maí 2009

Verklok

Ó, mér líður eins og 10.000 púslu púsluspili sé lokið. Drengirnir mínir farnir til síns heima og eftir situr langþráður grjótgarður, fegurri en ég hefði nokkurn tímann getað afrekað ein og sér. Mér finnst ég hálftóm, ekkert at lengur, engar pælingar um fljótlega rétti sem hægt er að undirbúa snemma morguns, og kaffivélin lagar bara fyrir tvo. En veggurinn fer ekkert. /Quick update: today was the last day of a 4-day course in making a rock wall. There were 5 students (I included) and one teacher, who brought all the rocks and other necessary things. Next is to put some dirt on the top of the gravel behind the wall and cover with grass. Voila!

Svona leit hlaðið út á fyrsta degi...


Dæmi um púslið.


Veggurinn hlaðinn... og Baddisavar í Sælulundi, sjáiði bílinn.


Vinningsliðið: Súðvíkingurinn, Vestmanneyingurinn, Sensei, Reykvíski garðyrkjumaðurinn, Siglfirðingurinn og iol.


Jú og svo er víst sauðburður. Fyrsta flekkótta lambið kom í heiminn í dag.

2. maí 2009

Þriðji dagur

Jæja, nú eru allir mínir hleðsluvinir farnir og koma ekki aftur fyrr en kl. 9 í fyrramálið. Þetta er góður hópur sem hleður með mér vegginn, stórir og sterkir menn sem munu eiga u.þ.b 93% af verkinu þegar upp er staðið. Það eina sem ég hef mér til afsökunar er að ég hleyp inn stuttu fyrir mat og kaffi og græja hvorttveggja. Mínir hleðslufélagar eru kennarinn og reynsluboltinn Helgi Sig (mágur Svönu á Ökrum), Siggi Vestmannaeyingur, Sigurbjörn Reykvíkingur, Örlygur Siglfirðingur og Jóhann Súðvíkingur. Myndir af mönnum og vegg birtast síðar.

Sem minnir mig á það, fann myndavélina en mér dettur ekki í hug að segja ykkur að hún hafi verið í veskinu mínu allan tímann.

1. maí 2009

Stanslausar framkvæmdir

Eins og flísalagningin hafi ekki verið nóg, sei sei nei. (Like the tile laying had not been enough, heck heck no). Í gær hófust miklar framkvæmdir hér á hlaðinu okkar. (In yesterday started great forward executions here on our farmyard). Hér stendur yfir fjögurra daga námskeið í grjóthleðslu og eru á því fimm nemar, ég ein af þeim. (Here stands over a four days educational spoon in rock charging and on it are five students, I one of them). Helgi Sig er kennarinn og pískar okkur áfram. (Holy Himself is sensei and whips us onward). Því miður finn ég ekki myndavélina svo að þið fáið ekki að sjá þennan fína steinvegg sem er að fæðast vestan við gamla garðinn. (Its unfortune find I not the picture machine so that you can´t see this fine stone wall which is birthing west with the old garden.)
This translation has been brought to you by literal means.

21. apríl 2009

Myndir og varla meir.

Já sælinú, nenni ekki að skrifa neitt, á eftir að klára að fúga smá frammi, æfa gítarinn og horfa á bresku sakamálaseríuna. En, vessgú.








15. apríl 2009

Sprettur mættur

Í hús er kominn nýr einstaklingur með fjóra fætur, beittar klær og tennur. Hann mætti í gærkveldi þegar allir voru komnir í náttföt þannig að fresta mátti svefni um smá tíma. Hann er óskaplega sætur eins og flestir hvolpar og vonandi verður hann ekki alveg óþolandi eins unglingshundar verða.... Já og fimm mínútum eftir komu hans fékk hann nafnið Sprettur./Last night Sprettur arrived, a 7 week old Border Collie pup meant to heard sheep one day. For now he gets sharpen his puppy teeth on the kids.

Til hamingju með afmælið, Ásta Soffia systir, Ómar Helgi, Jakop Ragnar og Vigdís Finnbogadóttir! Gleymdi ég einhverjum?

12. apríl 2009

Helgin gerð upp

Senn líkur páskafríi. Skrítið, ég skipulagði ekkert stórfenglegt þessa frídaga, fyrir utan flísalagningar - sem afi Lúlli sá alfarið um, ég fékk rétt að færa honum kaffisopa - en ég man varla eftir dauðri stund. Gleymdi meiraðsegja enn eina páskana að ég á páskaskraut! Ég segi bara eins og í fyrra, ég VERÐ að muna eftir dótinu fyrir næstu páska.

Gunnar E og Eymundur skiptast á að spila þjóf við afa. Það er nú meira hvað hann tengdafaðir minn endist í að spila við ungdóminn./The two Gunnars and Eymundur playing cards yesterday.


Við Ásinn í hlöðunni á Keldulandi fylgdumst með Ingu og Tínu....
framkvæma ýmsar kúnstir á baki Blesa.

Flati John fékk líka að fara á bak Blesa og hélt sér aleinn í!/Look, John Mabrey, Flat John is all alone on horse back!


Ný-hí-hýja forstofugólfið mitt, kiss kiss./For you non-Icelandic readers, my dear father spent a couple of days and his back putting tiles on the entrance floor. Next is the storage/entrance and then bathroom! Bless his soul - and back.

10. apríl 2009

Fyrstu lömbin!

Góðir gestir, sauðburður er hafinn. Í gær fæddust einni tvævetlunni tvö lömb, þarna heldur Davíð á hrútnum, sem hnusar af Gunnari.


Afi Lúlli mætti kl. 07:58 í morgun og hefur farið hamförum í flísalagningu í dag. Ég á þrjú orð um það: yn disl egt.


9. apríl 2009

Ég kenni lélégri tengingu um

Já, gott fólk. Ég hef ákveðið að leggja alla sök á nettenginguna, að taka ekkert á mig. Seinagangur við að setja út myndir á síðuna útskýrist hérmeð.

Ekkert að frétta í páskafríinu. Maður er heima alla daga með undantekningum. Samt er eitthvað svo mikið að gera að ég kemst ekki yfir allt á óskrifaða listanum mínum. Tiltekt rétt hefst, uppvask eftir nennu... En, verkefni páskanna snýst um flísar. Karl faðir minn er væntanlegur í fyrramálið með flísar og fleira til að leggja á forstofuna og laga með mér baðmósavíkina.

Fórum annars á skíði með vinningshöfum Bylgjunnar - Eva Rós, Jói og börn unnu helgarferð til Skagafjarðar, skíðaferð innifalin. Hér eru hjónin með öllum börnunum. Að eigin sögn var Gunnar ekkert sérlega (séðlega) glaður á þessari stundu./ That´s my cousin Eva Rós, her husband and our six kids, collectively.


Þýska þjóðin þarf ekki að skammast sín meðan hún á þegna eins og Elísu (til hægri). Sú er au-pair Siggu mágkonu. /Eva Rós and Elisa from Germany on the top.


Flati John kom með okkur, er þarna á milli Birgittu Karenar og Ingu./ Flat John came with us skiing, but he mostly watched, due to an early shoulder sprain. After he had his leg ripped off in Gunnar´s play school, he´s a bit wary of action. Note, his leg was taped back on.


Eva Rós og Elísa skiptust á skíðum og bretti. Gella ársins. /Need I explain?


Daginn eftir brugðum við fjölskyldan okkur til Reykjavíkur til að fara í fermingarveislu Odds Kárasonar. Á meðan Einar fór í messuna, fór restin í Hafnarfjörðinn til Dagnýjar systur og co. Við röltum um gamla bæinn og fundum mörg leiksvæði.


Tók u.þ.b. 15 myndir af þessum þremur í trénu. Þessi var skást... Þær eru samt alltaf jafn sætar.

2. apríl 2009

Framandi, flatur gestur

Nú dvelur hjá okkur skiptinemi frá Montana í Bandaríkjunum, en hann á að fylgja fjölskyldunni í aprílmánuði. Þessi ungi maður kallast flati John og var skapaður af John Mabrey Malone, bróðursyni mínum. Þrívíði John hefur farið skriflega fram á að við sýnum þeim tvívíða okkar heim, tökum hann með í dagleg verk sem og ferðalög og uppákomur. Í vikunni fékk hann að koma með okkur Ingu og Davíð í skólann, á morgun lítur hann við í leikskólanum hans Gunnars, á laugardaginn ætlar hann að skella sér á skíði og ætli við sjáum ekki aumur á honum og hleypum honum með suður í fermingarveislu Odds Kárasonar. Spurning hvort hann vill fara í sjálfa veisluna, hann er lítið gefinn fyrir mat.

Þarna sýnir Inga hvar Skagafjörðurinn er á Íslandskortinu sem 4. bekkur málaði með mér í stofunni sinni (ég er myndmenntakennari þeirra).


Flat John fékk sér morgunmat með 1.bekkjartöffurum.


Hér heima hékk sá flati með nær-kláruðu Stjörnustríðs vélmenni. Davíð fannst þetta mikilvægasta myndin fram að þessu.




28. mars 2009

Dagur að kveldi kominn...

Börnin loks sofnuð, misþreytt og spennt. Inga vildi síður koma heim með mér úr Flugumýri, vildi bara fá að gista aðra nótt. Bræður eyddu deginum með afa og ömmu, með heimsókn í Varmahlíð. Ég eyddi síðustu tveim dagpörtum í kvenfélagskaffi. Það þýðir aðallega mikið talað, hlegið, smakkað á allskyns tertum, réttum o.þ.h. Einnig er framreitt kaffi og allt sem fylgir því.

Engar myndir hafa verið teknar í þó nokkra daga...Ég ætti kannski að endurnýja kynni mín við vélina.

Gúte naghhhht.

10. mars 2009

Hann átti afmælum helgina!!

Jæja, best að dokkumentera myndirnar. Á ensku í þetta sinn því ég hafði upp á einni enskumælandi manneskju sem lítur hér inn. Það er hún Chelle mín í Alaska.

So, on March 7th Davíð turned 7. First he invited his 12 class mates plus Eymundur Ás.


Cakes were had and games played - not necessarily the ones the birthday boy wanted (the kid sitting on the car), but you can´t have everything your way, not even on your birthday!


The next day all the relatives came for coffee and cakes, but cousin-brothers ignored guests and read a book by themselves.
The only other guest caught on pixels was Jörundur (2yearsold), playing his own version of Abba´s Mamma mía. Man was that funny.

On Sunday morning the main birthday present was assembled...

Then everyone went outside. The grown one is my sister-in-law Sigga´s new au-pair from Germany, Elisa. Very good kid.


Þórgunnur was also here for the weekend. Here you can see the newest recycling fashion: a hispaniolesque garb and a Hawaiian hulesqe dancing gear. So, Chelle, click on comment and give me a note, eh!

3. mars 2009

Visitasían til Reykjavíkur

Þökk sé Karlakórnum Heimi skelltum við Einar okkur í bæinn með börnin. Það var skrítið að koma ekki við á Háó en svona er nú lífið, jafnvel amma og afi lifa ekki endalaust (þó maður hafi nú bara gengið út frá því lengi vel).

Mikið óskaplega verður alltaf lítið úr uppákomum í þessum helgarferðum. Maður fer á færri og færri staði, heimsækir fáa og sér varla orðið búðarinnvols. Í þessari ferð fórum við börnin beint í Hafnafjörðinn til Dagnýjar systur (Einar söng fyrir Grindvíkinga) og vikum ekki þaðan fyrr en næsta dag. Eftir sundferð ókum við á næsta gististað, í Grafarvoginn til Evu Rósar M og skutum rótum þar til farið var norður næsta dag. Ekki sá maður ömmu Soffíu, Brand, Sigrúnu, Esther, SiggogLúlla osfr. osfr. Næst, næst.

Skytturnar þrjár létu náttföt ekki hefta sig í leiknum. Ásgeir Kristjánsson býr yfir eftirsóttu vopnabúri sem skagfirskir drengir féllu fyrir.


Hafnfirska heimasætan, Elva Björk, situr fyrir með dúkristumyndir eftir sig. Ekki náðust Inga og Kristín á stafræna.


Við Eva Rós örkuðum með allt stóðið upp í kirkjugarð en til að halda dampinum áðum við á u.þ.b. 5 róluvöllum.

Leiði ömmu Nónu og Halla langafa voru heimsótt, snjórinn sópaður af skreytingunum og styrkleiki krossanna prófaður.