21. apríl 2009

Myndir og varla meir.

Já sælinú, nenni ekki að skrifa neitt, á eftir að klára að fúga smá frammi, æfa gítarinn og horfa á bresku sakamálaseríuna. En, vessgú.








15. apríl 2009

Sprettur mættur

Í hús er kominn nýr einstaklingur með fjóra fætur, beittar klær og tennur. Hann mætti í gærkveldi þegar allir voru komnir í náttföt þannig að fresta mátti svefni um smá tíma. Hann er óskaplega sætur eins og flestir hvolpar og vonandi verður hann ekki alveg óþolandi eins unglingshundar verða.... Já og fimm mínútum eftir komu hans fékk hann nafnið Sprettur./Last night Sprettur arrived, a 7 week old Border Collie pup meant to heard sheep one day. For now he gets sharpen his puppy teeth on the kids.

Til hamingju með afmælið, Ásta Soffia systir, Ómar Helgi, Jakop Ragnar og Vigdís Finnbogadóttir! Gleymdi ég einhverjum?

12. apríl 2009

Helgin gerð upp

Senn líkur páskafríi. Skrítið, ég skipulagði ekkert stórfenglegt þessa frídaga, fyrir utan flísalagningar - sem afi Lúlli sá alfarið um, ég fékk rétt að færa honum kaffisopa - en ég man varla eftir dauðri stund. Gleymdi meiraðsegja enn eina páskana að ég á páskaskraut! Ég segi bara eins og í fyrra, ég VERÐ að muna eftir dótinu fyrir næstu páska.

Gunnar E og Eymundur skiptast á að spila þjóf við afa. Það er nú meira hvað hann tengdafaðir minn endist í að spila við ungdóminn./The two Gunnars and Eymundur playing cards yesterday.


Við Ásinn í hlöðunni á Keldulandi fylgdumst með Ingu og Tínu....
framkvæma ýmsar kúnstir á baki Blesa.

Flati John fékk líka að fara á bak Blesa og hélt sér aleinn í!/Look, John Mabrey, Flat John is all alone on horse back!


Ný-hí-hýja forstofugólfið mitt, kiss kiss./For you non-Icelandic readers, my dear father spent a couple of days and his back putting tiles on the entrance floor. Next is the storage/entrance and then bathroom! Bless his soul - and back.

10. apríl 2009

Fyrstu lömbin!

Góðir gestir, sauðburður er hafinn. Í gær fæddust einni tvævetlunni tvö lömb, þarna heldur Davíð á hrútnum, sem hnusar af Gunnari.


Afi Lúlli mætti kl. 07:58 í morgun og hefur farið hamförum í flísalagningu í dag. Ég á þrjú orð um það: yn disl egt.


9. apríl 2009

Ég kenni lélégri tengingu um

Já, gott fólk. Ég hef ákveðið að leggja alla sök á nettenginguna, að taka ekkert á mig. Seinagangur við að setja út myndir á síðuna útskýrist hérmeð.

Ekkert að frétta í páskafríinu. Maður er heima alla daga með undantekningum. Samt er eitthvað svo mikið að gera að ég kemst ekki yfir allt á óskrifaða listanum mínum. Tiltekt rétt hefst, uppvask eftir nennu... En, verkefni páskanna snýst um flísar. Karl faðir minn er væntanlegur í fyrramálið með flísar og fleira til að leggja á forstofuna og laga með mér baðmósavíkina.

Fórum annars á skíði með vinningshöfum Bylgjunnar - Eva Rós, Jói og börn unnu helgarferð til Skagafjarðar, skíðaferð innifalin. Hér eru hjónin með öllum börnunum. Að eigin sögn var Gunnar ekkert sérlega (séðlega) glaður á þessari stundu./ That´s my cousin Eva Rós, her husband and our six kids, collectively.


Þýska þjóðin þarf ekki að skammast sín meðan hún á þegna eins og Elísu (til hægri). Sú er au-pair Siggu mágkonu. /Eva Rós and Elisa from Germany on the top.


Flati John kom með okkur, er þarna á milli Birgittu Karenar og Ingu./ Flat John came with us skiing, but he mostly watched, due to an early shoulder sprain. After he had his leg ripped off in Gunnar´s play school, he´s a bit wary of action. Note, his leg was taped back on.


Eva Rós og Elísa skiptust á skíðum og bretti. Gella ársins. /Need I explain?


Daginn eftir brugðum við fjölskyldan okkur til Reykjavíkur til að fara í fermingarveislu Odds Kárasonar. Á meðan Einar fór í messuna, fór restin í Hafnarfjörðinn til Dagnýjar systur og co. Við röltum um gamla bæinn og fundum mörg leiksvæði.


Tók u.þ.b. 15 myndir af þessum þremur í trénu. Þessi var skást... Þær eru samt alltaf jafn sætar.

2. apríl 2009

Framandi, flatur gestur

Nú dvelur hjá okkur skiptinemi frá Montana í Bandaríkjunum, en hann á að fylgja fjölskyldunni í aprílmánuði. Þessi ungi maður kallast flati John og var skapaður af John Mabrey Malone, bróðursyni mínum. Þrívíði John hefur farið skriflega fram á að við sýnum þeim tvívíða okkar heim, tökum hann með í dagleg verk sem og ferðalög og uppákomur. Í vikunni fékk hann að koma með okkur Ingu og Davíð í skólann, á morgun lítur hann við í leikskólanum hans Gunnars, á laugardaginn ætlar hann að skella sér á skíði og ætli við sjáum ekki aumur á honum og hleypum honum með suður í fermingarveislu Odds Kárasonar. Spurning hvort hann vill fara í sjálfa veisluna, hann er lítið gefinn fyrir mat.

Þarna sýnir Inga hvar Skagafjörðurinn er á Íslandskortinu sem 4. bekkur málaði með mér í stofunni sinni (ég er myndmenntakennari þeirra).


Flat John fékk sér morgunmat með 1.bekkjartöffurum.


Hér heima hékk sá flati með nær-kláruðu Stjörnustríðs vélmenni. Davíð fannst þetta mikilvægasta myndin fram að þessu.