28. mars 2009

Dagur að kveldi kominn...

Börnin loks sofnuð, misþreytt og spennt. Inga vildi síður koma heim með mér úr Flugumýri, vildi bara fá að gista aðra nótt. Bræður eyddu deginum með afa og ömmu, með heimsókn í Varmahlíð. Ég eyddi síðustu tveim dagpörtum í kvenfélagskaffi. Það þýðir aðallega mikið talað, hlegið, smakkað á allskyns tertum, réttum o.þ.h. Einnig er framreitt kaffi og allt sem fylgir því.

Engar myndir hafa verið teknar í þó nokkra daga...Ég ætti kannski að endurnýja kynni mín við vélina.

Gúte naghhhht.

10. mars 2009

Hann átti afmælum helgina!!

Jæja, best að dokkumentera myndirnar. Á ensku í þetta sinn því ég hafði upp á einni enskumælandi manneskju sem lítur hér inn. Það er hún Chelle mín í Alaska.

So, on March 7th Davíð turned 7. First he invited his 12 class mates plus Eymundur Ás.


Cakes were had and games played - not necessarily the ones the birthday boy wanted (the kid sitting on the car), but you can´t have everything your way, not even on your birthday!


The next day all the relatives came for coffee and cakes, but cousin-brothers ignored guests and read a book by themselves.
The only other guest caught on pixels was Jörundur (2yearsold), playing his own version of Abba´s Mamma mía. Man was that funny.

On Sunday morning the main birthday present was assembled...

Then everyone went outside. The grown one is my sister-in-law Sigga´s new au-pair from Germany, Elisa. Very good kid.


Þórgunnur was also here for the weekend. Here you can see the newest recycling fashion: a hispaniolesque garb and a Hawaiian hulesqe dancing gear. So, Chelle, click on comment and give me a note, eh!

3. mars 2009

Visitasían til Reykjavíkur

Þökk sé Karlakórnum Heimi skelltum við Einar okkur í bæinn með börnin. Það var skrítið að koma ekki við á Háó en svona er nú lífið, jafnvel amma og afi lifa ekki endalaust (þó maður hafi nú bara gengið út frá því lengi vel).

Mikið óskaplega verður alltaf lítið úr uppákomum í þessum helgarferðum. Maður fer á færri og færri staði, heimsækir fáa og sér varla orðið búðarinnvols. Í þessari ferð fórum við börnin beint í Hafnafjörðinn til Dagnýjar systur (Einar söng fyrir Grindvíkinga) og vikum ekki þaðan fyrr en næsta dag. Eftir sundferð ókum við á næsta gististað, í Grafarvoginn til Evu Rósar M og skutum rótum þar til farið var norður næsta dag. Ekki sá maður ömmu Soffíu, Brand, Sigrúnu, Esther, SiggogLúlla osfr. osfr. Næst, næst.

Skytturnar þrjár létu náttföt ekki hefta sig í leiknum. Ásgeir Kristjánsson býr yfir eftirsóttu vopnabúri sem skagfirskir drengir féllu fyrir.


Hafnfirska heimasætan, Elva Björk, situr fyrir með dúkristumyndir eftir sig. Ekki náðust Inga og Kristín á stafræna.


Við Eva Rós örkuðum með allt stóðið upp í kirkjugarð en til að halda dampinum áðum við á u.þ.b. 5 róluvöllum.

Leiði ömmu Nónu og Halla langafa voru heimsótt, snjórinn sópaður af skreytingunum og styrkleiki krossanna prófaður.