22. janúar 2009

Bland-í-poka-myndir

Æi, best að halda dampinum og setja myndir af norðlenskum lýð. Enn er ég ein fordekraðasta dóttir móður sinnar sem um getur, um þessi jól færði hún mér BÚTASAUMSJÓLADÚK! Náðuðiðessu? Hér situr Gunnar fyrir á gripnum góða. Helsti galli dúksins er að hann er jú jóladúkur og var þá pakkað niður eftir 13dann. /Any English readers out there? If so, let me know and I´ll continue using Anglo-Saxon. My amazing mother made this beautiful Christmas table cloth. I made the model - with some help.



Inga mátar Glæsi hans Jóa á Keldulandi, en Jói fékk að vera með á myndinni. /Inga with our neighbor Jói and his horse Glæsir.



Hér er sönnun fyrir því að Tina á Keldulandi hamast við að ,,gera hestamann" mér, eins og hún sjálf segir. Síðast fór hún með mig í ásetuæfingar með 5 vetra Blesa. Inga fékk líka sömu kennslu en hún náðist ekki á filmu. /Look, me and a horse!


Á síðbúnum þrettánda var haldin brenna á Úlfstöðum og mættu margir. Helstu fegurðardísum var þá smalað saman á tvær myndir, þessa og ....


... þessa hér, með Drífu.

10. janúar 2009

Vorar skuldir

Nú er Bjarni Ármanns búinn að skila sneið af þeim peningum sem hann fékk frá Glitni sínum, upphæð sem ég mun varla ná að vinna mér inn á lífsleiðinni. En þó að hann vinni sér ekki in fullkomna fyrirgefningu syndanna þá er þetta virðingarvert og meir en aðrir skriljarðamæringar útrásarinnar hafa gert til þessa. Það minnir mig á það sem ég ef ekki skilað: brauðuppskriftabókinni til Bryndísar heimilisfræðikennara, sem ég fékk í sumar þegar mér skyndilega datt í hug að reyna við súrdeigsbrauð; skáldsögunni The Persian Pickle Club sem ég fékk hjá Söru, sem Dalla á Miklabæ á (hef sagt þeirri síðarnefndu að ég finni fyrir þó nokkurri sektarkennd en að ég hafi bara orðið að leyfa mömmu að lesa svona bútasaumssögu); stafli af trápottum til Helgu Bjarna... best ég hætti hér, en ef einhver veit að einhverju sem ég hef ekki skilað, vinsamlegast látið mig vita.

Hvað er aumingjalegra en að mótmæla með hulið andlit?

3. janúar 2009

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir gamla

Ætli maður lifi ekki sérstaklega hefðbundnu íslensk/vestrænu lífi; fer á brennur og í fjölskylduboð og borðar þess á milli konfekt og mandarínur. Þetta er gott líf. Ég held uppteknum vana og hef þetta að mestu í myndformi.

Við fórum til Árna bróður Einars og fjölskyldu í allsherjar Tungu-fjölskylduboð. Heiftarlega góður matur (enda hjónin listakokkar) og yndisleg stund. Niðrí kjallara stunduðu börnin Sing-Star og öskruðu ABBA-lög af miklum móð./ Does anyone read the English? Let me know if I should continue...


Jörundur Örvar og Þórgunnur með íþróttahetjur Íslands.


Kraftaverk hafðist þegar öll barnabörn náðust í myndavél, með aðstoð Árna.


Gamlárskvöld - bjarminn af brennunni lýsir upp Ingu og Odd.


Gunnar blysfari.


Twister spilaður.