30. desember 2008

Brot af síðustu dögum

Þessir dagar líða hjá án þess að neinu verði við komið. Við höfum að vísu ekki verið alveg aðgerðarlaus þó ekki liggi áþreifanleg verk eftir okkur. Einar sinnir sínum hrútum svo þeir geti sinnt ánum, við mamma sinnum börnum og búi og skellum okkur á ball.

Inga mátar skíðabúnaðinn/Inga preparing for next day´s skiing.


Sigfríður svila með sína bleiku stafi. Færið var ekki það besta og í lok dags rigndi aðeins á okkur, en mikið var yndislegt að komast aftur á skíði. /One of my sisters-in-law, Sigfríður last Sunday.


Jódís og Gunnar


Svo fórum við á jólaball í gær, svaka stuð.. / at yesterday´s Christmas dance


Eymundur myndaði ömmu Idu... /Eymundur Ás took this picture of Amma Ida

Dönsum við í kringum... /rockin around the tree


Móðir jólasveinanna kom óvænt/ Grýla, the 13 Santas´ mother made a surprise visit and scared the liver out of some of the kids.


Gunnar sætur Einarsson


Þessi sveinn náði tungubræðrum.

28. desember 2008

Jólaboðið góða

Ég má til með að setja nokkrar myndir frá jólakvöldinu hjá tengdaforeldrum mínum. Eins og vani er mættu börn og barnabörn Gunnars og Helgu - þó komust Sigga og co. ekki vegna vinnu og Oddur Kárason var ókominn norður. Maturinn var ljúffengur, börnin falleg og frísk og fullorðnu ræðnir og skemmtilegir.

Mamma og Elenóra skiptast á skemmtisögum. / Raise your hand those who do not know my mother, here she is with my sister-in-law.


Jörundur Örvar og mamma sín, ásamt hægra eyra Sigfríðar.


Uppvaskarar kvöldsins, Árni og Kári./ My brothers-in-law


Hluti af Tungubarnabörnum. /My kids and some of their cousins.

24. desember 2008

Gleðilega hátíð

Ó, helga nótt. Já nú er jólanóttin gengin í garð og síðustu börn rétt sofnuð. Klukkan er semsé 00:45. Þetta stóra jólabarn vill fara að komast í sitt ból, svo að ég hef það stutt þetta aðfangadagskvöld.

Piparkökur og hús skreytt. Ekki verra að hafa ömmu Idu með. /My mom had hardly dropped her bags in the guest room when she was put to work decorating ginger bread cookies.


Svavar og Inga á Þorlák með skötu á diski.


Um 10 á aðfangadagsmorgun birtust tveir syngjandi jólasveinar með trommusett í kassa handa Davíð. Sú heimsókn var vægast sagt fyndin./ A couple of santas stopped by with a set of drums for Davíð. They sang a few songs and slammed a door or two (one of them was Door Slammer) before they trotted off.


Loks hringdu útvarpsklukkarnar inn jólin. Þá loks fengu menn að borða. /Dinner tonight. No, Chelle, no chicken.


Áður en pakkarnir voru teknir upp. /Before gift-unwrapping


Komin pakkaspenna í sum andlitin.


Sjáðu hvað ég fékk!/ Gunnar was very happy with his presents.

20. desember 2008

Lítil jól

Nú er fríið hafið, en fyrst þurfti að ganga og dansa í gegnum tvö lítil jól. Það fyrra hjá Varmahlíðarskólanum og seinna aftur í sama skóla, en þá komu leikskólabörnin. Ég tók nokkrar myndir af því seinna til að sýna hvað gert er á svona samkomum.

Gunnar og Einar dönsuðu í kringum tréð eftir nennu, annars sátu þeir og spjölluðu./ Cousins and best fthiends Einar Kárason and Gunnar Einarsson at the "little Christmas" dance held by their play school.


Inga og Jódís frænka, ásamt Rakel Eir vinkonu, dönsuðu mest allan tímann... /


Gunnar tekur í spaðann á Stekkjastaur. Gunnar shakes hands with one of our 13 Santas.


.. En Davíð, ásamt Helga bekkjarfélaga sínum, lá undir tófukassanum ALLT ballið og leysti þrautir í nýju bókinni sinni. Þeir þóttust ekki einu sinni taka eftir jólasveinunum./Davíð dissed the whole dance, and even the featured santa clauses, and solved puzzles with a classmate.


Nú, og svona var minn heimur á fimmtudaginn. / My backyard.