30. desember 2008

Brot af síðustu dögum

Þessir dagar líða hjá án þess að neinu verði við komið. Við höfum að vísu ekki verið alveg aðgerðarlaus þó ekki liggi áþreifanleg verk eftir okkur. Einar sinnir sínum hrútum svo þeir geti sinnt ánum, við mamma sinnum börnum og búi og skellum okkur á ball.

Inga mátar skíðabúnaðinn/Inga preparing for next day´s skiing.


Sigfríður svila með sína bleiku stafi. Færið var ekki það besta og í lok dags rigndi aðeins á okkur, en mikið var yndislegt að komast aftur á skíði. /One of my sisters-in-law, Sigfríður last Sunday.


Jódís og Gunnar


Svo fórum við á jólaball í gær, svaka stuð.. / at yesterday´s Christmas dance


Eymundur myndaði ömmu Idu... /Eymundur Ás took this picture of Amma Ida

Dönsum við í kringum... /rockin around the tree


Móðir jólasveinanna kom óvænt/ Grýla, the 13 Santas´ mother made a surprise visit and scared the liver out of some of the kids.


Gunnar sætur Einarsson


Þessi sveinn náði tungubræðrum.

28. desember 2008

Jólaboðið góða

Ég má til með að setja nokkrar myndir frá jólakvöldinu hjá tengdaforeldrum mínum. Eins og vani er mættu börn og barnabörn Gunnars og Helgu - þó komust Sigga og co. ekki vegna vinnu og Oddur Kárason var ókominn norður. Maturinn var ljúffengur, börnin falleg og frísk og fullorðnu ræðnir og skemmtilegir.

Mamma og Elenóra skiptast á skemmtisögum. / Raise your hand those who do not know my mother, here she is with my sister-in-law.


Jörundur Örvar og mamma sín, ásamt hægra eyra Sigfríðar.


Uppvaskarar kvöldsins, Árni og Kári./ My brothers-in-law


Hluti af Tungubarnabörnum. /My kids and some of their cousins.

24. desember 2008

Gleðilega hátíð

Ó, helga nótt. Já nú er jólanóttin gengin í garð og síðustu börn rétt sofnuð. Klukkan er semsé 00:45. Þetta stóra jólabarn vill fara að komast í sitt ból, svo að ég hef það stutt þetta aðfangadagskvöld.

Piparkökur og hús skreytt. Ekki verra að hafa ömmu Idu með. /My mom had hardly dropped her bags in the guest room when she was put to work decorating ginger bread cookies.


Svavar og Inga á Þorlák með skötu á diski.


Um 10 á aðfangadagsmorgun birtust tveir syngjandi jólasveinar með trommusett í kassa handa Davíð. Sú heimsókn var vægast sagt fyndin./ A couple of santas stopped by with a set of drums for Davíð. They sang a few songs and slammed a door or two (one of them was Door Slammer) before they trotted off.


Loks hringdu útvarpsklukkarnar inn jólin. Þá loks fengu menn að borða. /Dinner tonight. No, Chelle, no chicken.


Áður en pakkarnir voru teknir upp. /Before gift-unwrapping


Komin pakkaspenna í sum andlitin.


Sjáðu hvað ég fékk!/ Gunnar was very happy with his presents.

20. desember 2008

Lítil jól

Nú er fríið hafið, en fyrst þurfti að ganga og dansa í gegnum tvö lítil jól. Það fyrra hjá Varmahlíðarskólanum og seinna aftur í sama skóla, en þá komu leikskólabörnin. Ég tók nokkrar myndir af því seinna til að sýna hvað gert er á svona samkomum.

Gunnar og Einar dönsuðu í kringum tréð eftir nennu, annars sátu þeir og spjölluðu./ Cousins and best fthiends Einar Kárason and Gunnar Einarsson at the "little Christmas" dance held by their play school.


Inga og Jódís frænka, ásamt Rakel Eir vinkonu, dönsuðu mest allan tímann... /


Gunnar tekur í spaðann á Stekkjastaur. Gunnar shakes hands with one of our 13 Santas.


.. En Davíð, ásamt Helga bekkjarfélaga sínum, lá undir tófukassanum ALLT ballið og leysti þrautir í nýju bókinni sinni. Þeir þóttust ekki einu sinni taka eftir jólasveinunum./Davíð dissed the whole dance, and even the featured santa clauses, and solved puzzles with a classmate.


Nú, og svona var minn heimur á fimmtudaginn. / My backyard.






30. nóvember 2008

Ein flís í einu

Loksins kom að því. Ég kláraði smákommóðuna sem ég byrjaði á í fyrra, minnir mig. Hún er úr venjulegum veggflísum, brotnum undirskálum, keramikfíneríi og perlum. Jú og úr bláa vasanum sem strákunum tókst að brjóta í hjá Drífu og Fúsa á Uppsölum. Þau buðu okkur í kvöldmat um daginn og á síðustu mínútum heimsóknar rak Ekki-ég Einarsson eitthvern skanka í vasann, sem endaði vatnshellt líf sitt á parketinu. Ég var gersamlega miður mín yfir göslaganginum í þeim - þar til ég tók eftir litnum. Fékk að hirða brotin og nú hefur vasinn lifnað við.

I vaguely recall having promised a bit of English to explain the photos. Well, it took about the same time to make these darlings, the mosaic commode and the kids. The mosaic just needs dusting for the next years, but the kids require a bit more attention than that.

25. nóvember 2008

Dansinn dunar

Eða dunaði allavega. Fór á stórkostlega skemmtilegt hjónaball á laugardagskvöldið. Við Drífa fórum saman á meðan menn okkar pössuðu börn og kindur. Sjáið ekki gleðina skína úr augum okkar?

23. nóvember 2008

Við mótmælum!

Ég heimti Ingu í dag. Litla stúlkan mín fór ALEIN með rútu til Akureyrar í gær til að sjá Hæjskúl mjúsikal þrjú með Kristbjörgu okkar. Tóti og Níels skiluðu henni svo í dag, ásamt dóti handa öllum og nammi. Hefur einhver haft spurnir af því að jólasveinarnir hafi talið fjórtán? Nei bara spyr.

Börnum er eðlislægt að leika leiki úr umhverfi sínu. Í nammipokanum frá Tóta voru nokkur hlaup-spælegg. Fundu Davíð og Inga upp á nýjum leik; annað var stjórnmálamaður og hitt mótmælandi sem henti eggjum í pólitíkusinn. Þessi leikur entist alveg þangað til eitt eggið lenti upp í öðrum munninum.

20. nóvember 2008

17. nóvember 2008

Hef ekkert umettað segja nema..

Vildi bara setja mynd af litlu stúlkunni minni í nýbúna rúminu með lestrarhestabangsann sinn fleiri mjúk dýr hjá sér. Hún sumsé tók til í herberginu sínu (með hvatningu móður sinnar), sem er þó nokkur þrekraun fyrir hana, og því þurfti að mynda herlegheitin.

13. nóvember 2008

Lífið heldur áfram

Fátt er um fréttir héðan úr norðri. Jú,hringdi í ömmu Nónu á Borgarspítalanum - hún var bæði vakandi og nokkuð hress miðað við allt sem á undan er gengið. Að vanda ræddum við meðal annars um aðra fjölskyldumeðlimi, pólitík og veðrið, og var hún alveg með á öllum nótum.

Set ykkur sem þekkið til gamans, mynd af ömmu og frumburði hennar, Bjarney Sveinbjörnsdóttur Sigurðardóttur. Mér finnst ég sjá ögn af Evu Rós í þessum svip ömmu... hvað finnst netheimi (sem þekkir til þeirra, þ.e.)?

Að lokum, þeir sem eru umluktir efnislegum áhyggjum vegna k-----nnar (þetta orð fer að verða eins og eldfimt og ,,fokk" hér um árið), vísa ég í einn snilling mér nákominn, Eymund Ás: http://www.sigrg.blog.is/blog/sigrg/entry/703694/

6. nóvember 2008

Alltílæ, skal ek skella myndum inn!

Sumsé, hér koma myndir á næstum því rauntíma. Þær voru teknar fyrir um 7 -15 mínútum. Gunnar hefur nýhafið perlutímabilið sitt. Sýnir hér þþiðja peðllið, eins og hann sjálfur segir. Nú, svo ákvað Davíð að baka skúffuköku og blandaði saman helling af grænum og gulum (eins og húðlitur hans sýnir) í glasssúrkrem. Afar ánægður bakari. Annars lítið sem ekkert að frétta, snjórinn að mestu farinn og þarmeð bærilegur léttleiki tilverunnar, svo ég snúi aðeins útúr þekktum bókatitli. Ég sakna snjósins, fátt léttir dimman vetur eins og snjór yfir öllu og allt það umstang í kringum hann.







28. október 2008

Þekkjumst við?

Þessar tvær, Lilja Haflína Þorkelsdóttir Wadström og Inga Einarsdóttir hafa þekkst síðan - tjah - fyrir fæðingu. Þær hittast við og við utan skóla, eins og gerðist í gær.


26. október 2008

Snjórinn mættur - loksins!

Hér hefur sko snjóað, takk fyrir! Við Inga grófum út stærsta snjóskafl sem ég hef séð hér síðan við fluttum á Harðstakkshólinn, en í sumar voru liðin heil 8 ár frá þeim flutningi.

And for you Enkleesh speakers out there, as you may notice in these sample photos, we´ve had some snow over the weekend. Inga and I dug out a lovely 1 1/2 room snowpartment yesterday - today when Inga went out to continue she was shocked to find out that our seemingly huge snow house had been snowed over. But we found it, with Gunnar´s help. The horses offered their assistance but we declined. Davíð was absent the whole weekend, he spent it with Baddý and Svavar.


Gunnar, Inga og Mósi "minn og afa", eins og Inga sagði alltaf þegar hún var lítil.

18. október 2008

Afmælismánuðurinn mikli...

Hver á ekki afmæli þennan mánuð? Aðalafmælisbarnið er að sjálfsögðu amma Nóna en hún varð 85 ára þann 11. október. Læt fylgja myndir af nokkrum afmælisbörnum mánaðarins, ásamt öðrum. Er að hugsa um að prófa tvítyngdar útskýringar við myndirnar, svona til að þjóna öllu mállitla fólkinu utan eyjarinnar. Önnur afmælisbörn: Gamli John Malone, 4. okt, dóttir hans og systir afa Johns hún Kay, 6. okt, Kristín Dagnýar 8. okt, Helgi Guðbrands, 15. okt, Davíð Arnar, Helga Sól 21. okt, 25. okt., Hugbjörg Helgadóttir 27. okt og Þórgunnur 29. okt.! Man ekki fleiri.

Í dag hafði jörð gránað. Börn grófu upp snjóþotur og reyndu að renna sér í sinunni. /There´s Inga all dressed up for frost and a dash of snow.


Perla, Týrumóðir. Þess ber að geta að sonur hennar Týri P. Depilsson verður 1 árs þann 28. okt./ The mother of dogs, Perla.


Ammida kom færandi hendi með náttföt frá Ameríku/Gunnar and Davíð sporting their brand-new American pyjamas from their gramma Ida.

Nóna Halla Svavars-og Baddýar með son sinn Gabríel Örn. Nóna er ein alfallegasta konan sem þessi fjölskylda hefur alið af sér, önnur eins útgeislun er sjaldfundin. Eva Rós, einnig ein fallegasta kona fjölskyldunnar er afmælisbarn mánaðarins, 24. október./
My cousin Halli's daughter Nóna with her son Gabríel. She wins the most gorgeous-of-all-contests in my family, and not just for her personality. She is Baddy and Svavar´s grandaugther. In the background is Eva Rós, also one of the family´s top beauties.


Brandur varð sextugur 10. október. Þessir tveir hittust í veislunni sem var haldin ömmu til heiðurs./
My uncle Brandur and Gunnar having a chat about socks...


Mamma var örugglega að hringja í mig til að reka á eftir mér að mæta í afmælið. Hjá henni eru Aníta EvuRósardóttir, Vigga (afmæli 17. okt - til hamingju!) kona Brandar, Kári (4. okt) og Birgitta Karen, EvuRósarbörn./
Mommy dearest, my aunt Vigga and my cousin Eva Rós´ kids.

Og afmælisbarn mánaðarins, Jónea Samsonardóttir, fyrir u.þ.b. 75 árum. Ég hélt alltaf að þessi mynd hefði verið tekin í útlöndum vegna reynitrésins í bakgrunninum./ My grandmother Nóna some 75 years ago. She turned 85 on Oct. 11th

5. október 2008

Fyrsta tönnin dottin!

Já, góðir hálsar, hægri framtönn í efra er dottin. Hjá Davíð. Hann hafði stækkað og þroskast heldur þegar hann byrjaði í skóla fyrir rúmum mánuði; ekki minnkaði hann við klippinguna síðastliðinn föstudag, en JeMinn!, hvað hann hefur breyst við tannmissinn! Ó þetta eru svo yndislega fallegir tímar þegar börn manns eru hálftannlaus, flautandi hvert orð og afar meðvituð um að þetta þýði að þau séu kortér í stór. Tilkoma páskaungans með áföstu páskaeggi er vegna fyrirmyndarhúsmóðurinnar, moi. Ég sumsé þreif frystikistuna og fann síðasta eggið.

Mútta mætt til landsins, eins og þjóð veit. Mér skilst að amma hafi fundist hún hálf-tillitslaus að skreppa á spítalann einmitt þegar dóttirinn mætti til landsins. Ó ég hlakka svo til föstudagsins þegar ég og börnin förum suður (Einar verður byrjaður að byggja og víkur ekki frá framkvæmdum), en ég held að Inga hlakki miklu meir til. Hún allavega byrjaði að pakka í síðustu viku og spyr daglega hversu margir dagar séu í Rvíkurferðina.

Set hér svo tvær heimildamyndir í viðbót: hér eru (oftast) vinirnir Þórgunnur og Gunnar.


Svona spilum við fótbolta í Sveidddinni. Davíð er þarna markmaður, þess vegna heldur hann á boltanum. Eymundur, Inga og Davíð voru í liði en við Gunnar og Týri P. Depilsson í hinu. Loks uppgötvast einhverjir hæfileikar í hvolpinum; hann er frábær í sportinu!

3. október 2008

Endalaus afmæli - til hamingju, Esther!

Á sunnudaginn var annar í afmæli Ingu. Mættu helstu ættmenni í nærgrenninu. Eins og vant er fann ég til ákallanlegs skorts-kvíða um morguninn og bakaði aukaköku til öryggis. Svo þegar fyrsti gesturinn ók í hlaðið helltist yfir mig sú staðreynd að ég hefði líklegast nóg fram að fermingu stúlkunnar. Alltaf eins. Einnig áttaði ég mig á því þegar systkinabörnin streymdu inn um dyrnar að ég hafði gleymt að klæða mín upp. Sumsé, öll voru á bolnum í heimafötum. En þau skemmtu sér vel.

Í dag er Esther nokkur Ágústsdóttir 40 ára. Hugsa sér, mér finnst svo steinsnar síðan við áttum báðar froskagræna kuldagalla og grófum okkur í skafla okkur til einskærrar ánægju. Til hamingju elsku besta mín!

Nokkrar myndir: Þessi er frá sunnudeginum þegar afmælissöngurinn var sunginn.


Þessi verður að fylgja: þarna er Einar Kárason fullkomin, ljóshærð eftirmynd af föður sínum!


Davíð komst í myndavélina og tók u.þ.b. 50 myndir af gestum.


Davíð er skráður í Tónlistakóla Skagafjarðar, nemur slagfæri (trommur) og æfir sig aðallega í búrinu.