Þetta er erfiðara en að ganga á kolum, að halda úti reglulega uppfærðri bloggsíðu! Ég sverða, það er eins gott að þetta sé bara tilraun hjá mér frekar en heitstrengt áramótaheit eða eitthvað álíka.
Er að hugsa um að aðhyllast dönsku hreyfingunni, svona a.m.k. að hluta til. Skella mér á danska kúrinn hvað varðar bílhlöss af grænmeti á dag og engan sykur. Ég er hrædd um að nýrnasteinunum mínum yrði úthýst fljótlega ef ég stæði mig vel. Þeir gætu húkkað far með Karíusi og Baktusi, því þeir færu líka fljótlega ef ég minnka við mig súkkulaðið. Það má alltaf láta sig dreyma.
Við Hlynur erum ennþá sem eitt...
4. febrúar 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli