23. maí 2009

Iceland today

This is mostly for you folks anywhere else than in Iceland. I took this one last night at 23:48 before checking on a birthing ewe - baabaa.

18. maí 2009

Til HAMINGJU, Tunga!!

Í dag er merkisdagur, við erum komin með ALMENNILEGA tengingu! Ekki lengur að hámarki 128 kb/sekúndu, heldur um 4,50 mb/sek. Gerið þið ykkur grein fyrir þessu? Mogginn birtist STRAX, ekki eftir um 5-10 sekúndur. Við getum hlustað á lag á jútúp, án þess að bíðogbíðogbíðogbíða! Tengdó sagðist ekki hafa búist við að sjá þetta gerast á meðan hún væri á lífi...

16. maí 2009

Sólin og sumar nýkomið.

Nokkur munur er á þessari helgi og þeirri síðustu. Við Hulda Hvönn Kristinsdóttir, Jónasardótturdóttir Elíassonar, börðumst í gegnum hríð tvær nætur í röð, til að gá að lömbum. Í dag rifu öll börn sig úr eins mörgum flíkum og þau máttu og smurðu sig hátt og lágt með sólarvörn.

Í dag kom smávaxin rúta með börn og tengdabörn Jóhanns Samsonarsonar og konu hans Huldu. Jói var sumsé bróðir ömmu Nónu. Þau koma saman í tilefni þess að pabbi þeirra hefði orðið níræður um þessar mundir./These are my mother´s cousins (my grandmother Jonea had 12 siblings so this is only a fraction of my mom´s cousins, sired by one of amma Nóna´s brothers.), they visited me today.


Fermingarsystkinin Baddý og Sambi Jóa Samm með Ingu í nýju peysunni sem amma Ida prjónaði (tvisvar)./Baddy and her cousin Sambi. They are born in the same month in the same year, both babtised over their grandmother Baddy elder´s coffin. Isn´t that sweet?


Litli MacSprettur (pabbi hans er innfluttur Skoti) hefur stækkað og túnin myndast við að grænka./ Our lovely little Sprettur grows, as does Gunnar and the green grass.


Hann fær ýmis konar meðferð á bænum, þarf ekki einu sinni að labba á pallinum./Sprettur rests his young legs, catches a ride with Davíð.


Blómasprettan hjá Baddý og Svavari uppí Sæló./ Baddý and Svavar´s flowers in the middle of May.


Gleymdi þessari mynd, tekin 3. þ.m. Þessi rjúpa hefur haldið sig í kringum bæina síðustu vikur en hennar helsti óvinur er smyrill. Myndin er tekin út um gluggann hjá okkur en hún sat dágóða stund áður en hún lagði í hann./This ptarmigan likes to hang out around our houses, but she´s rather pooped there after escaping from a falcon chase.

3. maí 2009

Verklok

Ó, mér líður eins og 10.000 púslu púsluspili sé lokið. Drengirnir mínir farnir til síns heima og eftir situr langþráður grjótgarður, fegurri en ég hefði nokkurn tímann getað afrekað ein og sér. Mér finnst ég hálftóm, ekkert at lengur, engar pælingar um fljótlega rétti sem hægt er að undirbúa snemma morguns, og kaffivélin lagar bara fyrir tvo. En veggurinn fer ekkert. /Quick update: today was the last day of a 4-day course in making a rock wall. There were 5 students (I included) and one teacher, who brought all the rocks and other necessary things. Next is to put some dirt on the top of the gravel behind the wall and cover with grass. Voila!

Svona leit hlaðið út á fyrsta degi...


Dæmi um púslið.


Veggurinn hlaðinn... og Baddisavar í Sælulundi, sjáiði bílinn.


Vinningsliðið: Súðvíkingurinn, Vestmanneyingurinn, Sensei, Reykvíski garðyrkjumaðurinn, Siglfirðingurinn og iol.


Jú og svo er víst sauðburður. Fyrsta flekkótta lambið kom í heiminn í dag.

2. maí 2009

Þriðji dagur

Jæja, nú eru allir mínir hleðsluvinir farnir og koma ekki aftur fyrr en kl. 9 í fyrramálið. Þetta er góður hópur sem hleður með mér vegginn, stórir og sterkir menn sem munu eiga u.þ.b 93% af verkinu þegar upp er staðið. Það eina sem ég hef mér til afsökunar er að ég hleyp inn stuttu fyrir mat og kaffi og græja hvorttveggja. Mínir hleðslufélagar eru kennarinn og reynsluboltinn Helgi Sig (mágur Svönu á Ökrum), Siggi Vestmannaeyingur, Sigurbjörn Reykvíkingur, Örlygur Siglfirðingur og Jóhann Súðvíkingur. Myndir af mönnum og vegg birtast síðar.

Sem minnir mig á það, fann myndavélina en mér dettur ekki í hug að segja ykkur að hún hafi verið í veskinu mínu allan tímann.

1. maí 2009

Stanslausar framkvæmdir

Eins og flísalagningin hafi ekki verið nóg, sei sei nei. (Like the tile laying had not been enough, heck heck no). Í gær hófust miklar framkvæmdir hér á hlaðinu okkar. (In yesterday started great forward executions here on our farmyard). Hér stendur yfir fjögurra daga námskeið í grjóthleðslu og eru á því fimm nemar, ég ein af þeim. (Here stands over a four days educational spoon in rock charging and on it are five students, I one of them). Helgi Sig er kennarinn og pískar okkur áfram. (Holy Himself is sensei and whips us onward). Því miður finn ég ekki myndavélina svo að þið fáið ekki að sjá þennan fína steinvegg sem er að fæðast vestan við gamla garðinn. (Its unfortune find I not the picture machine so that you can´t see this fine stone wall which is birthing west with the old garden.)
This translation has been brought to you by literal means.