3. maí 2009

Verklok

Ó, mér líður eins og 10.000 púslu púsluspili sé lokið. Drengirnir mínir farnir til síns heima og eftir situr langþráður grjótgarður, fegurri en ég hefði nokkurn tímann getað afrekað ein og sér. Mér finnst ég hálftóm, ekkert at lengur, engar pælingar um fljótlega rétti sem hægt er að undirbúa snemma morguns, og kaffivélin lagar bara fyrir tvo. En veggurinn fer ekkert. /Quick update: today was the last day of a 4-day course in making a rock wall. There were 5 students (I included) and one teacher, who brought all the rocks and other necessary things. Next is to put some dirt on the top of the gravel behind the wall and cover with grass. Voila!

Svona leit hlaðið út á fyrsta degi...


Dæmi um púslið.


Veggurinn hlaðinn... og Baddisavar í Sælulundi, sjáiði bílinn.


Vinningsliðið: Súðvíkingurinn, Vestmanneyingurinn, Sensei, Reykvíski garðyrkjumaðurinn, Siglfirðingurinn og iol.


Jú og svo er víst sauðburður. Fyrsta flekkótta lambið kom í heiminn í dag.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vááá, ekkert voda flott, my goodness, get ekki bedid ad sjá þetta frábæra verk..
Mamma

Nafnlaus sagði...

Mér er skapi næst að loka búllunni og bruna "heim" og berja öll þessi undur augum, grjótvegginn og lömbin. Blessuð sértu sveitin mín!
Knús í hús,
Sg

Nafnlaus sagði...

Æði! Til hamingju með þennan glæsilega vegg. Hlakka til að koma og sjá hann í nærmynd!
Knús, Esther

Nafnlaus sagði...

ógó flott :) hlakka til að sjá herlegheitin með berum augunum :)

Nafnlaus sagði...

kv. evarós
átti að fylgja færslunni hér að ofan :) hehehe

Nafnlaus sagði...

er búin ad setja i Kay's favorite, um ad gera ad posta fleirri myndir med enskum texta. tengdo bidur ad heilsa.. xoxo ps, hringdu i heimanumerid.. xoxox aftur
mamma