Nei, líklegast ekki. Sem betur fer gáir örugglega engin að þessari síðu. Ég sé að ég hef ekki snert þessa síðu síðan 6. mars. Líklegast var það fyrir bestu. 7. mars var viðburðaríkur dagur og dagarnir og vikurnar sem fylgdu buðu ekki upp á skrif sem áttu heima á neti allra.
En hvað um það, hvern dag lengir, flest þorrablót afstaðin ef frá er talið tveggja vikna samfellda hákarlsþorrablótið í ísskápnum okkar Einars. Sem er allt í lagi. Það er gott að hann fái útrás fyrir illa lyktandi mat þar sem ég fæ mína reglulega fyrir hvítlauksáti.
Fórum suður um helgina, öll fimm. Öllu heldur öll sex þar sem fóstursonurinn fór með aðra leiðina. Gerði það helsta sem hægt er að gera á frá föstudagskvöldi til hádegis á sunnudegi: sund, Húsdýragarðurinn, Kringluferð með tilheyrandi troðningi og barnahvörfum, innrásir á heimili ættmennana, Bónus…. Er hægt að fara fram á meira?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
þetta gengur bara vel hjá þer
eg sendi þetta bara þvi eg se ad þad eru ekki margir sem kikja á þessa sidu hjá þer...
Skrifa ummæli