1. nóvember 2007

Tíminn og kókið

Skrítið hvað tíminn líður. Rétt byrjuð á bloggsíðu og færði síðast í febrúar! Var að byrja á umbunarkerfi sem beindist að börnum mínum þar sem þau stóru þurftu að vinna sér inn 12 stjörnur með ýmsum húsverkum og viðvikum. Vinningurinn var svo afhentur í kvöld; bíókvöld með kóki (í fyrsta sinn sem ég hleypti þessum ófögnuði inn á heimilið möglunarlaust) og snarli. Þau völdu Power Rangers, yndislega bandaríska eitís-unglingamynd.
Er eðlilegt að hugsa daglega um manns eigin stöðu í lífinu? Um hvað gerist upp um og uppúr fertugu?
Er eðlilegt að fimm ára sonurinn sé glaðvakandi núna kl. 11 að kvöldi? Líklegast, eftir kók, snakk og gasa-hasarmynd.

Engin ummæli: