3. mars 2009

Visitasían til Reykjavíkur

Þökk sé Karlakórnum Heimi skelltum við Einar okkur í bæinn með börnin. Það var skrítið að koma ekki við á Háó en svona er nú lífið, jafnvel amma og afi lifa ekki endalaust (þó maður hafi nú bara gengið út frá því lengi vel).

Mikið óskaplega verður alltaf lítið úr uppákomum í þessum helgarferðum. Maður fer á færri og færri staði, heimsækir fáa og sér varla orðið búðarinnvols. Í þessari ferð fórum við börnin beint í Hafnafjörðinn til Dagnýjar systur (Einar söng fyrir Grindvíkinga) og vikum ekki þaðan fyrr en næsta dag. Eftir sundferð ókum við á næsta gististað, í Grafarvoginn til Evu Rósar M og skutum rótum þar til farið var norður næsta dag. Ekki sá maður ömmu Soffíu, Brand, Sigrúnu, Esther, SiggogLúlla osfr. osfr. Næst, næst.

Skytturnar þrjár létu náttföt ekki hefta sig í leiknum. Ásgeir Kristjánsson býr yfir eftirsóttu vopnabúri sem skagfirskir drengir féllu fyrir.


Hafnfirska heimasætan, Elva Björk, situr fyrir með dúkristumyndir eftir sig. Ekki náðust Inga og Kristín á stafræna.


Við Eva Rós örkuðum með allt stóðið upp í kirkjugarð en til að halda dampinum áðum við á u.þ.b. 5 róluvöllum.

Leiði ömmu Nónu og Halla langafa voru heimsótt, snjórinn sópaður af skreytingunum og styrkleiki krossanna prófaður.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

en sætt, eg hefdi svosem viljad fleirri myndir, en who's complaining (me).
Knús og kossar.. mamma