2. maí 2009

Þriðji dagur

Jæja, nú eru allir mínir hleðsluvinir farnir og koma ekki aftur fyrr en kl. 9 í fyrramálið. Þetta er góður hópur sem hleður með mér vegginn, stórir og sterkir menn sem munu eiga u.þ.b 93% af verkinu þegar upp er staðið. Það eina sem ég hef mér til afsökunar er að ég hleyp inn stuttu fyrir mat og kaffi og græja hvorttveggja. Mínir hleðslufélagar eru kennarinn og reynsluboltinn Helgi Sig (mágur Svönu á Ökrum), Siggi Vestmannaeyingur, Sigurbjörn Reykvíkingur, Örlygur Siglfirðingur og Jóhann Súðvíkingur. Myndir af mönnum og vegg birtast síðar.

Sem minnir mig á það, fann myndavélina en mér dettur ekki í hug að segja ykkur að hún hafi verið í veskinu mínu allan tímann.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

O elsku Iris, er þetta eithvad likt þer ??? eg ætti ad fara ad rifja upp eithvad af sögum frá i denn. knús og kossar. Mamma