16. maí 2009

Sólin og sumar nýkomið.

Nokkur munur er á þessari helgi og þeirri síðustu. Við Hulda Hvönn Kristinsdóttir, Jónasardótturdóttir Elíassonar, börðumst í gegnum hríð tvær nætur í röð, til að gá að lömbum. Í dag rifu öll börn sig úr eins mörgum flíkum og þau máttu og smurðu sig hátt og lágt með sólarvörn.

Í dag kom smávaxin rúta með börn og tengdabörn Jóhanns Samsonarsonar og konu hans Huldu. Jói var sumsé bróðir ömmu Nónu. Þau koma saman í tilefni þess að pabbi þeirra hefði orðið níræður um þessar mundir./These are my mother´s cousins (my grandmother Jonea had 12 siblings so this is only a fraction of my mom´s cousins, sired by one of amma Nóna´s brothers.), they visited me today.


Fermingarsystkinin Baddý og Sambi Jóa Samm með Ingu í nýju peysunni sem amma Ida prjónaði (tvisvar)./Baddy and her cousin Sambi. They are born in the same month in the same year, both babtised over their grandmother Baddy elder´s coffin. Isn´t that sweet?


Litli MacSprettur (pabbi hans er innfluttur Skoti) hefur stækkað og túnin myndast við að grænka./ Our lovely little Sprettur grows, as does Gunnar and the green grass.


Hann fær ýmis konar meðferð á bænum, þarf ekki einu sinni að labba á pallinum./Sprettur rests his young legs, catches a ride with Davíð.


Blómasprettan hjá Baddý og Svavari uppí Sæló./ Baddý and Svavar´s flowers in the middle of May.


Gleymdi þessari mynd, tekin 3. þ.m. Þessi rjúpa hefur haldið sig í kringum bæina síðustu vikur en hennar helsti óvinur er smyrill. Myndin er tekin út um gluggann hjá okkur en hún sat dágóða stund áður en hún lagði í hann./This ptarmigan likes to hang out around our houses, but she´s rather pooped there after escaping from a falcon chase.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæl frænka og takk fyrir síðast, amma þín átti 13 systkin en ekki 12, þau hétu: Sigurður´12, Ragnheiður´13, Guðrún´14, Þorbjörg´16, Samson´17, Jóhann´19, Sveinbjörn´20, Ída´22, Jónea´23, Sigríður´25, Aðalheiður´26, haraldur´28, Valgerður´30 og Kristín´3
´33. Kv. Jói