22. janúar 2009

Bland-í-poka-myndir

Æi, best að halda dampinum og setja myndir af norðlenskum lýð. Enn er ég ein fordekraðasta dóttir móður sinnar sem um getur, um þessi jól færði hún mér BÚTASAUMSJÓLADÚK! Náðuðiðessu? Hér situr Gunnar fyrir á gripnum góða. Helsti galli dúksins er að hann er jú jóladúkur og var þá pakkað niður eftir 13dann. /Any English readers out there? If so, let me know and I´ll continue using Anglo-Saxon. My amazing mother made this beautiful Christmas table cloth. I made the model - with some help.



Inga mátar Glæsi hans Jóa á Keldulandi, en Jói fékk að vera með á myndinni. /Inga with our neighbor Jói and his horse Glæsir.



Hér er sönnun fyrir því að Tina á Keldulandi hamast við að ,,gera hestamann" mér, eins og hún sjálf segir. Síðast fór hún með mig í ásetuæfingar með 5 vetra Blesa. Inga fékk líka sömu kennslu en hún náðist ekki á filmu. /Look, me and a horse!


Á síðbúnum þrettánda var haldin brenna á Úlfstöðum og mættu margir. Helstu fegurðardísum var þá smalað saman á tvær myndir, þessa og ....


... þessa hér, með Drífu.

Engin ummæli: