10. janúar 2009

Vorar skuldir

Nú er Bjarni Ármanns búinn að skila sneið af þeim peningum sem hann fékk frá Glitni sínum, upphæð sem ég mun varla ná að vinna mér inn á lífsleiðinni. En þó að hann vinni sér ekki in fullkomna fyrirgefningu syndanna þá er þetta virðingarvert og meir en aðrir skriljarðamæringar útrásarinnar hafa gert til þessa. Það minnir mig á það sem ég ef ekki skilað: brauðuppskriftabókinni til Bryndísar heimilisfræðikennara, sem ég fékk í sumar þegar mér skyndilega datt í hug að reyna við súrdeigsbrauð; skáldsögunni The Persian Pickle Club sem ég fékk hjá Söru, sem Dalla á Miklabæ á (hef sagt þeirri síðarnefndu að ég finni fyrir þó nokkurri sektarkennd en að ég hafi bara orðið að leyfa mömmu að lesa svona bútasaumssögu); stafli af trápottum til Helgu Bjarna... best ég hætti hér, en ef einhver veit að einhverju sem ég hef ekki skilað, vinsamlegast látið mig vita.

Hvað er aumingjalegra en að mótmæla með hulið andlit?

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þar sem þú ert öll í því að skila þessadaganna villtu þá ekki skila kveðju til mömmu þinnar ömmu og allra hinna, þinn frændi Jói á Akureyri