3. janúar 2009

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir gamla

Ætli maður lifi ekki sérstaklega hefðbundnu íslensk/vestrænu lífi; fer á brennur og í fjölskylduboð og borðar þess á milli konfekt og mandarínur. Þetta er gott líf. Ég held uppteknum vana og hef þetta að mestu í myndformi.

Við fórum til Árna bróður Einars og fjölskyldu í allsherjar Tungu-fjölskylduboð. Heiftarlega góður matur (enda hjónin listakokkar) og yndisleg stund. Niðrí kjallara stunduðu börnin Sing-Star og öskruðu ABBA-lög af miklum móð./ Does anyone read the English? Let me know if I should continue...


Jörundur Örvar og Þórgunnur með íþróttahetjur Íslands.


Kraftaverk hafðist þegar öll barnabörn náðust í myndavél, með aðstoð Árna.


Gamlárskvöld - bjarminn af brennunni lýsir upp Ingu og Odd.


Gunnar blysfari.


Twister spilaður.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég sé ekki Ásinn á þessari hópmynd???
Kv.
Sg