Fátt hefur gerst síðan síðast, nema jú þorrablót er afstaðið og þar með heilu trogin af tíma sem ég hef aflögu finnst mér. Ég hef tekið ýmis verk að mér sem annars hafa setið á hakanum í mettíma, t.d. dró ég fram saumavélina og stytti á mig buxur sem ég keypti í síðustu suðurferð.
Davíð sýndi vélinni mikinn áhuga og vildi prófa. Mér datt ekkert annað í hug en að láta hann sauma saman tuskudruslu. Þvílík snilldarhugmynd!, hann hefur saumað lungann af tuskunum saman og notagildi þeirra hefur snaraukist. Meinaða. Augnskrautið á drengum eru nýju fjarsýnisgleraugun mín. Já, næst er það göngugrindin. Strikið á enni Davíðs er svo þriggja spora gatið sem hann fékk sér í síðustu viku.
Í morgun komu Flugumýrarhjónin með hana Matthildi samkvæmisljón og fyrirsætu, en sú er orðin fimm mánaða. Ó, þvílík fegurðardís!
Eymundur Ás og bekkjarfélagar hans settu upp Ávaxtakörfuna í Bifröst í dag. Y-hyndisleg skemmtun. Ásinn var annar sögumaðurinn, las rullur sem hefðu dugað 4. bekking, og leiklas með tilþrifum. Ó þetta var svo gaman, að horfa á 20 6 ára krakka skila af sér æfðum textum og söng, slást um hljóðnema, reyna að halda það út að standa í röð - osfr, osfr, osfr.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Alveg dásamlegar myndir, jafnvel AfiDonn var yfirsig hrifinn, serstaklega myndin af David.. hann ber sig vel kallinn.
Koss og knús. mamma
Sameiginlegur sonur okkar er dæmalaust vel heppnaður, ég tek undir það..
Mér finnst þú ættir að setja inn myndir úr þýska her- ég meina reiðskólanum..
Kv.
Sg
Skrifa ummæli