Mikið heiftarlegt væl var þetta í mér nú síðast! Hvað með það þó ég viti ekki hver lítur á bloggið eða hvort nokkur maður geri það yfirleitt? Það er sannarlega ekki skylda nokkurrar lifandi veru að lesa það sem ég læt frá mér á vefinn, hvort sem ég skrifa einu sinni í viku eða mánuði. Og ekki er ég sú allra duglegasta, með mínar u.þ.b. mánaðarlegu færslur. Annars hlýtur bloggheimur allur að liggja í flensu (ekki bara ég og Sigga í Miðhúsum), því þær síður sem ég lít ætíð reglulega á - Sigga mágkona og Jóna Ágústa Einhverfs-móðir - hafa tekið sér óvenju langa pásu. Nema þær séu bara fluttar á Fésið?
Að öðru, er að skríða saman, orðin hitalaus og sef styttra en hálfan sólarhinginn. Hef mestar áhyggjur af hvernig maður á að endurstilla svefninn á 7 tíma rútínuna eftir þessa flensu.
Að sjálfsögðu set ég eina mynd. Hún er ekki splunkuný, örugglega hundgömul í hugum drengjanna á henni því þeir eru nú komnir á sjöunda ár. Davíð ætlar nefnilega að gista hjá Eymundi Ás í nótt (og hefur varla talað um annað í heila viku). Myndin hinsvegar er frá apríl 2004. Ó hvað þetta eru fallegir drengir.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Sætir glokollar, gott ad þer lidur betur ljosid mitt.
knús og kossar.. mamma
Jæja þá er komið að því að fara að sofa. Spennan eykst í Túninu heima. Mun Davíð sofna eða sækja um hæli í Hásætinu??
Kv.
Sg
Hvernig er þetta með bloggið í Tungu? Er það búið að taka síðustu andvörpin??
Kv.
Sg
Skrifa ummæli