27. febrúar 2009

Öskudagurinn æðisgengni

Jæja, börnin höfðu það í gegn að eyða öskudeginum á Akureyri. Í fyrra buðu Kristbjörg barna- og lambapía og Silja vinkona hennar, Ingu á öskudagssöngnammirall og voru strákarnir lengi að jafna sig yfir höldupokunum af nammi sem Inga vann sér inn þá. Birgit lónseraði okkur um allan bæinn (þvílíkur lúxus!) og myndaði okkur í bak og fyrir.

Söngurinn var nokkur sigur fyrir Einarsbörn. Meiraðsegja söng Davíð aleinn í Tiger fyrir framan helling af krökkum og búðarfólki - allt gert fyrir nammi.

Og þá eru það búningarnir: Gunnar var að sjálfsögðu Spæderman, Inga fuglahræða í heimagerðu og Davíð bófi.


Íolinn var óperusöngkona í kjól af Kristbjörgu, í hári og kápu af Birgit og í skóm af mömmu.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Oh my darling..........
Þið eruð frááábær mér datt í hug Vaíla Veinólína. Nei bara svona.
Var á Akureyri á fimmtudag sá LÁRU og SÖRU en ekki þig.
Það er ganan að fylgjast með þessum FJÓRUM Tungubörnun.
Sé þig.
S.G.

iol sagði...

Tek Vailu Veinólínu samlíkinguna sem hóli! Var hún ekki annars Tinnapersóna?

Var bara á Akureyri á miðvikudag, annars hebbðum við örugglega sést, dúllan mín!!
iol