2. apríl 2009

Framandi, flatur gestur

Nú dvelur hjá okkur skiptinemi frá Montana í Bandaríkjunum, en hann á að fylgja fjölskyldunni í aprílmánuði. Þessi ungi maður kallast flati John og var skapaður af John Mabrey Malone, bróðursyni mínum. Þrívíði John hefur farið skriflega fram á að við sýnum þeim tvívíða okkar heim, tökum hann með í dagleg verk sem og ferðalög og uppákomur. Í vikunni fékk hann að koma með okkur Ingu og Davíð í skólann, á morgun lítur hann við í leikskólanum hans Gunnars, á laugardaginn ætlar hann að skella sér á skíði og ætli við sjáum ekki aumur á honum og hleypum honum með suður í fermingarveislu Odds Kárasonar. Spurning hvort hann vill fara í sjálfa veisluna, hann er lítið gefinn fyrir mat.

Þarna sýnir Inga hvar Skagafjörðurinn er á Íslandskortinu sem 4. bekkur málaði með mér í stofunni sinni (ég er myndmenntakennari þeirra).


Flat John fékk sér morgunmat með 1.bekkjartöffurum.


Hér heima hékk sá flati með nær-kláruðu Stjörnustríðs vélmenni. Davíð fannst þetta mikilvægasta myndin fram að þessu.




3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Alveg frábærar myndir, eg þarf ad minna Lisu á ad kikja inn til þin. knús og kossar..
Mamma

Nafnlaus sagði...

Heyrdu, hvad á eg ad bida lengi eftir þessu simtali ?? ha???

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir innlitið um helgina.
Hlakka til að sjá myndir af því.
Mich... Dag... litla systir
smá identity crisis