15. apríl 2009

Sprettur mættur

Í hús er kominn nýr einstaklingur með fjóra fætur, beittar klær og tennur. Hann mætti í gærkveldi þegar allir voru komnir í náttföt þannig að fresta mátti svefni um smá tíma. Hann er óskaplega sætur eins og flestir hvolpar og vonandi verður hann ekki alveg óþolandi eins unglingshundar verða.... Já og fimm mínútum eftir komu hans fékk hann nafnið Sprettur./Last night Sprettur arrived, a 7 week old Border Collie pup meant to heard sheep one day. For now he gets sharpen his puppy teeth on the kids.

Til hamingju með afmælið, Ásta Soffia systir, Ómar Helgi, Jakop Ragnar og Vigdís Finnbogadóttir! Gleymdi ég einhverjum?

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Æji en sætur ! Til hamingju með Sprett krakkar !
kv.Michelle Dagný

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með Sprett. Þú gleymdir reyndar Árna, mági þínum, hann á líka afmæli 15.4
Kv.
Sg