8. janúar 2008

Ekki - meira súkkulaði, takk.

Þvílíkt afrek, í gær hélt ég mig frá sykri í heilar - hvað var það nú langt? - 12 kl.stundir! Já, í dag entist ég til um 2 leytið.... Á þessu sykurstigi máls sé ég ekki alveg hvernig ég á að passa aftur í allar buxurnar mínar á næstunni. Ætli ég verði ekki að fara stunda þessar stöðugu gólfæfingar eins og börnin, þau gera ógrynni af krefjandi líkamsæfingum hér inni. Allt frá kollhnísum og handstöðum í eltingaleiki í kringum og upp á húsgögn. Ég er viss um að súkkulaðikeppirnir rynnu af mér.

Engin ummæli: