30. janúar 2008

Á skíðum skemmtég mér?


Andleysi lýsir helst síðustu dögum mínum. Ég kemst með glans í gegnum daginn, þ.e. sinni vinnu, börnum, manni, hef í þau síðarnefndu mat og hrein föt en ekki er smuga að ég nenni að þvo eða þrífa. Eða að ég finni eitthvað gáfulegt að skrifa. Eða segja mömmu einhverjar fréttir þegar við tölum saman í tölvunni yfir dynjandi barnaefni sjónvarpsins og jafnvel fréttir á Rás 1. Allavega kvartar mútta greyið yfir áreitinu.

EN, ég veit hvað ég ætla að gera í vetrarfríinu sem byrjar á öskudaginn. Ég ætla að skella mér norður til Akureyrar á þriðjudaginn í þeim tilgangi að ferja Ingu svo hún megi njóta Öskudagsins þar, undir leiðsögn Kristbjargar Tóta- og Birgitardóttur og Silju vinkonu hennar. Á sjálfan öskudaginn fer ég með drengina á leikskólaballið (hólímólí, ég hef ekkert hugsað um búning fyrir mig!) og skelli mér svo aftur norður til að nálgast frumburðinn. Og fjárfesta í skíðabúnaði á börn og móður. Svo næstu daga verð ég náttúrulega að nota búnaðinn!

Mynd dagsins: hélt ég ætti gamlar myndir frá Kerlingarfjöllum en í staðinn rakst ég á eina góða af okkur John og Matta í Noregi árið..... 1982 held ég. Það var á síðustu öld.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Alveg frábær mynd, eg þarf ad lita á þessar myndir aftur.. eg sendi myndir úr ellingafjöllum ef eg finn þær...