Æi hvað lífið er yndislegt - þegar það er gott. Þriðji sonurinn er hjá okkur og eins og getur gerst hafa ýmis mál s.s. klögu- og slagsmál, eignarhaldságreiningur, óvægin gagnrýni, uppnefningar, pirringur ofl. komið upp á. Á þeim stundum stendur maður í stöðugum sættaviðræðum og/eða skömmum og maður verður misvongóður um að hægt sé að sætta stríðandi fylkingar. En nú eftir hádegi hef ég farið í langa sturtu, fengið mér svo kaffi og súkkulaði og setið við tölvuna án þess að skipta mér af þessum elsku ormum. Þau eru nefnilega í húsaleik inni í aukaherbergi, þar stjórnar Inga ströngum skóla þar sem drengir þurfa að draga til stafs. Ekki heyrist píp - nema leiðréttingar kennarans. En bittinú, bætist nemandi í hópinn, Sólgunnurin komin og þá leggja nemarnir fljótt niður skólabækur. Hljóðstyrkurinn eykst með hverri mínútu með tilkomu Þórgunnar og kennarinn býr sig undir flótta suðreftir.
Í gær bökuðu Inga og Eymundur djöflaköku sem varð að fá djöflaandlit. Svona til að útskýra skreytingu á kökunni og andlitin í kring.
P.S. Takk Guð og gaddur fyrir æðislegt, almennilegt, ekta vetrarveður. Höfum þetta svona áfram.
3 ummæli:
Var að vakna eftir ítarlegan fegurðarblund. Vildi vera komin í kaffi og girnilega köku.
Svona voru janúar mánuðir þegar ég var barn. Eða það minnir mig. Kv S.G.
Er ekki allt morandi af kaffi og kökum í Fransinu? Biðjum að heilsa frá almennilegu ísalandi. Kv iol
Dööö.. S.G er ekki ég!!! Moi, non,non, non..
Kv.
Sg
Skrifa ummæli