4. janúar 2008

Í aldanna skaut..

Gleðilegt árið og allt það og þá er það frá. Ekkert markvert gerist þessa dagana, mamma farin, skólinn byrjaður á ný, sem og leikskólinn, hrútarnir farnir að hægja á sér... Jú annars stefnir í stórmerkan atburð. Eftir 10 daga á Gunnar nokkur Einarsson fjögurra ára afmæli. Og mikið hlökkum við öll til, þó síst Davíð sem vill alls ekki að piparkökuhúsið verði etið í afmælisveislunni. Og ég sem ætlaði að spara mér baksturinn.

Engin ummæli: