Hér er allt með friði og spekt, drengir fyrir framan barnaefnið og Inga með pabba sínum í húsunum. Niðri í bragga lúrir ein þrílemba, sú fyrsta sem ber eftir að lambadrottningin kom í heiminn. Ég fór með strákana niðrí bragga í gær til að hitta lömbin og kannski gera eitthvert gagn með Einari, sem var að sprauta ærnar. Þeir sátu þrír strákarnir í garðanum með eitt lamb í einu og léku sér við það. Ætli litla loðna fjölskyldan sé ekki enn að jafna sig eftir eltinga-, bófa-, ofurhetju- osfr.leikina sem lömbin lentu í.
Hér eru svo nokkrar myndir frá helginni, nema skíðamyndin - hún er af Gunnari og Stefáni Inga á Höskuldsstöðum. Sá síðarnefndi tók Gunnar að sér allan skíðadaginn, þó svo ég marghvatti hann til að hvíla sig á pjakknum. Gunnar kvartaði ekkert.
