Jesverðah, þessi vika minnti á eldflaug! Þvílíkur hraði á tímanum sumar vikurnar, ég er hrædd um að næstu aldamót verði upprunnin áður en ég veit af. Í morgun uppgötvaði ég að föstudagur væri runninn upp og helgin að skella á. Sem var að mörgu leiti gott, þá aðallega vegna þess að við börnin stefndum á skíði - og fórum. Ég skal ekki segja of mikið, lesendur eru örugglega orðnir saddir af skíðaumfjöllun. En mikið er þetta yndisleg íþrótt og ómetanlegar samverustundir hjá okkur fjarkanum.
Gærdagurinn var helgaður tímaritinu Vikunni. Var beðin um að vera matgæðingur blaðsins, sem var ekkert mál. Ég bakaði bara biscotti/dýfikökur, tók slatta af myndum og ætlaði svo að senda. Nema að vikan býr einungis yfir netföngum sem virka ekki og þurfti því þá margar, margar atrennur til að senda myndirnar. Það tókst loks í morgun og eftir nokkra daga verður spennandi (eða ógnvekjandi!) að sjá hvaða myndir Vikunnar fólk hefur valið til að setja í blaðið. Ætli það verði þessi?
2 ummæli:
ÓMG!
Kv.mákkan
Ja herna, láttu mig vita og svo verdur þu ad kaupa Vikuna fyrir mig.. annars er þetta flott hja þer...... mamma
Skrifa ummæli