7. apríl 2008

Lágdeyða í riti

Þetta eru deyfðardagar. Ekki svona almennt í lífi mínu, mér finnst ég hafa nóg að gera með bæði vinnu, fjölskyldu, skíðin okkar (ohhhh ég er svo glöð að hafa byrjað aftur - hef ég sagt það áður?), félagslíf.... En suma daga finnst mér ekkert eiga við á þessari bloggsíðu. Hvað skal þá segja? Hvað hefur gerst?
  • Sko, Harpa er farin af landinu.
  • Ég frétti af fyrirhugaðri Flórídaferð Haraldsdætra í tilefni stórafmælis mömmu. Ég má víst fara með ef ég uppfylli nokkur skilyrði: fæ mér gerfineglur, tek upp reykingar, drekk kampavín og fæ mér pinnahæla. Ég er að íhuga málin.
  • Stefnir í að ég verði flísalaus vegna skólamósaik-verkefnisins en einnig vegna þeirrar ömurlegu tísku í flísum á Íslandi, því flísabúðir eiga ekkert nema hvítt, svart, grátt, ljóshvítt, drappað, dökkhvítt...
  • Mig dreymdi í annað sinn að brúnn skógarbjörn væri á eftir mér og mínum. Hvað þýðir það? Er ekki einhver þarna úti sem ræður drauma?

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Að dreyma skógarþresti í góðu veðri er fyrir að veður versni. Við eigum ömurlega draumaráðningabók. Ekki orð um skógarbirni eða aðra birni.
Kv.Mákkan

Nafnlaus sagði...

Varaðu þig á óvinum þínum????
Þeir eru til alls vísir. Enn.. þú losnaðir við björninn með klókindum, var það ekki.
Kv. S.G.

Nafnlaus sagði...

Mig dreymdi í haust draum um refi sem voru að þvælast um lappirnar á mér og vildi ná þeim en þeir smugu alltaf í burtu. Hitti konu sem ég þekki ekki mikið í búðinni og ég skil ekki af hverju ég sagði henni drauminn. Hitti sömu konu einhverjum mánuðum seinna og þá sagðist hún hafa fengið upphringingu um leið og hún kom heim, þar sem hún þekkti refina mína aftur .. þetta var mjög skrítið
Kv. mákka nr. 1

Nafnlaus sagði...

af draumur.is
brúnt:Frekar neikvæður litur og jarðbundinn. Boðar oftast ófarir og vandræði. Þó er fyrir góðu e ...
Bjarndýr(björn)

Ef bjarndýr eltir þig í draumi, muntu verða ofsóttur af óvinum þínum. En ef þér tekst að komast undan birninum, þá muntu sigrast á örðugleikunum. Yfirleitt eru bjarndýr í draumi mjög sterk aðvörun. Átök við bjarndýr boða straumhvörf í lífi þínu. Að sjá bjarndýr í búri er tákn um að þín bíði velgengni í framtíðinni. Dansandi bjarndýr er merki um heppni í viðskiptum.
hugsa vel til þín á næstunni :)
kv.erv