17. apríl 2008

Enn einni vikunni að ljúka. Hátindur þessarar viku er án efa að í dag hengdi ég út þvott sem þornaði á snúrunum. Hvað getur verið yndislegra en blaktandi þvottur á snúru í fyrstu almennilegu vorsólinni?
Nú, heimsókn Dorritar og fylgdarliðs í skólann á þriðjudaginn tókst afar vel. Davíð fór í leikskólann til þess eins að sjá forsetahjónin, en Gunnar harðneitaði og vildi heldur sofa út hjá pabba sínum.
Ég hef verið með hálfan hugann í Reykjavík heima hjá ömmu Nónu þar sem móðurættin stendur í stórendurbótum á íbúðinni. Á svona stundum er svolítið erfitt að sitja hérna fyrir norðan og rétta ekki einu sinni litla fingur til aðstoðar.
Davíð er myndasmiður vikunnar. Þ.e. Vikunnar. Ein myndanna sem hann tók var valin til að skreyta matgæðing vikunnar. Óttalegur kjáni var ég að senda ekki nafn ljósmyndarans með myndunum!
Nú er einn af þremur þáttunum mínum að byrja, Dirty Sexy Money /hinir eru Kiljan og Jens Dreki). Gottagó. Bæjó.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sko minn mann, efnilegur med myndavelina.. ertu búin ad skoda nyustu myndir á Sigrunar sidu ??
Taladi vid Baddy og Sigrúnu i dag og ætla ad hringja i mömmu á morgunn. xoxoxoxo
mamma