Svona leit hún Inga út fyrir nákvæmlega 9 árum, nær 11 merkur og 40-og-eitthvað sm. Mér finnst svo skrítið að sjá þessa mynd (önnur í röðinni sem var tekin af henni), því þegar hún sefur er hún alveg eins .. kannski bara aðeins stærri.. og með meira hár... og fötin passa aðeins betur.
Í dag mættu allar stelpurnar í 4. bekk, 11 með afmælisbarninu. Valdi bílstjóri ferjaði allan skarann heim, en skólabílstjórar héraðsins eiga orðu skilið fyrir einstök liðlegheit þegar kemur að afmælum. Valdi kom einfaldlega á stærri rútu og reddaði málum.
Þegar stúlkan mín var yngri hafði ég alltaf örlitlar áhyggjur af ,,stelpumenningunni", þ.e. ofuráherslu á umönnunar- og fínerísdóti og búningum. Á leikskólanum á öskudag, sem dæmi, voru nær allar stelpurnar prinsessur, álfadísir eða eitthvað þvíumlíkt. Hvar endar þetta?!, hugsaði ég.
Myndin að neðan sýnir það. Þrír sjóræningjar, ránfugl og svín, kínverji, kónguló, Ninja, drottning (sú gleymdi búningi en fékk lánað hjá Ingu) og ,,mamma-þegar-hún-var-ung (þessi með bindið). Og hvað var svo afmælisbarnið? Nú, dvergur. Í fötum af móður sinni. Á maður að taka þetta til sín?
26. september 2008
24. september 2008
Heimasætan verður 9 ára - og til hamingju með daginn, Eymundur Ásinn minn!
Að hugsa sér, brátt níu ár síðan við Einar og mamma keyrðum norður í brunagaddi (mig minnir að frostið hafi verið nær -20°C) til að fæða frumburðinn.
Til að aðstoða við afmælisundirbúning skrifaði Inga lista af gjöfum sem hún sækist eftir, en ég ætla að birta hann öðrum til gagns og gamans:
Til að aðstoða við afmælisundirbúning skrifaði Inga lista af gjöfum sem hún sækist eftir, en ég ætla að birta hann öðrum til gagns og gamans:
- Pet shop
- stóran hoppukastala
- páfagaug
- gírahjól
- jarðaberjagróðurhús
- i.pod
- 1.000 kall
- vél sem gefur mér allt
- rafmagkassabíl
- 5.000 kall
- vasblöðrur
- kanína
- bækur 500-600 bls
Ég bið alla þá sem hafa handhægar upplýsingar um ,,vél sem gefur manni allt", um að láta mig vita.
Annars gengur allt vel hér, skóli, smalamennska, leikskóli, bakstur, æfingar.... Brátt bætist mamma/amma Ida í þessa upptalningu. Ó hvað verður gott að kjúlla mömmu sína!
11. september 2008
Nýja yndi lífs míns
Hér er hún, þessi elska. Nýja kaffivélin mín. ,,Kaffivél" finnst mér samt engan veginn nógu lýsandi orð yfir hana, hún sem malar, flóar, lagar og kyssir á mín andlegu bágt með sínum guðaveigum. Við hlið hennar eru blómin sem hún Sólveig á Uppsölum gaf mér úr garðinum sínum. Eru þau ekki falleg, blómin og vélin?
Myndasmiður er að sjálfsögðu tímaritaljósmyndarinn Davíð Einarsson, sá er hefur fengið birt í hinu virta blaði Vikunni.
9. september 2008
Óvissurnar
Sælt veri fólkið, ég get ekki sagt að þessa dagana liggi maður lon og don í tölvu. En best að setja inn þessa yndislegu mynd af okkur Láru, Söru, mér og Siggu. Erum við ekki æðislegar!!? Síðastliðinn föstudag var mér stefnt niðrá Kjálkaafleggjara, þar tekið á móti mér með snittum og hvítvíni og síðan brunaði Óskar bílstjóri (maður Láru) með okkur norður í svollinn. Prógrammið var stíft þar; legið í heitum potti, skrokkurinn nuddaður af stæltum starfsmanni staðarins og djúphreinsandi möskum makað á andlit okkar. Inn á milli sötruðum við hvítvín, nöguðum osta og prófuðum gufubaðið. Þvílíkt sældarlíf!! Stundin á veitingahúsinu Strikinu seinna um kvöldið var heldur ekki leiðinleg, maturinn ljómandi og félagskapurinn yndislegur. Mikið á maður góða að.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)