9. september 2008

Óvissurnar


Sælt veri fólkið, ég get ekki sagt að þessa dagana liggi maður lon og don í tölvu. En best að setja inn þessa yndislegu mynd af okkur Láru, Söru, mér og Siggu. Erum við ekki æðislegar!!? Síðastliðinn föstudag var mér stefnt niðrá Kjálkaafleggjara, þar tekið á móti mér með snittum og hvítvíni og síðan brunaði Óskar bílstjóri (maður Láru) með okkur norður í svollinn. Prógrammið var stíft þar; legið í heitum potti, skrokkurinn nuddaður af stæltum starfsmanni staðarins og djúphreinsandi möskum makað á andlit okkar. Inn á milli sötruðum við hvítvín, nöguðum osta og prófuðum gufubaðið. Þvílíkt sældarlíf!! Stundin á veitingahúsinu Strikinu seinna um kvöldið var heldur ekki leiðinleg, maturinn ljómandi og félagskapurinn yndislegur. Mikið á maður góða að.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

æðislegt min kæra, hinar myndirnar voru ekki sidri, eg vidi ad eg ætti svo sem eina slika vinkonu her i uslandinu. knús og kossar. mamma

Nafnlaus sagði...

Ég er bara farin að hlakka til að verða fertug (verst að það eru enn17 ár þangað til, getur ekki verið að þau séu bara 7, sjö mögur og sjö feit, hver veit..)
Kv.
Mákkan