24. september 2008

Heimasætan verður 9 ára - og til hamingju með daginn, Eymundur Ásinn minn!

Að hugsa sér, brátt níu ár síðan við Einar og mamma keyrðum norður í brunagaddi (mig minnir að frostið hafi verið nær -20°C) til að fæða frumburðinn.

Til að aðstoða við afmælisundirbúning skrifaði Inga lista af gjöfum sem hún sækist eftir, en ég ætla að birta hann öðrum til gagns og gamans:

  • Pet shop
  • stóran hoppukastala
  • páfagaug
  • gírahjól
  • jarðaberjagróðurhús
  • i.pod
  • 1.000 kall
  • vél sem gefur mér allt
  • rafmagkassabíl
  • 5.000 kall
  • vasblöðrur
  • kanína
  • bækur 500-600 bls

Ég bið alla þá sem hafa handhægar upplýsingar um ,,vél sem gefur manni allt", um að láta mig vita.

Annars gengur allt vel hér, skóli, smalamennska, leikskóli, bakstur, æfingar.... Brátt bætist mamma/amma Ida í þessa upptalningu. Ó hvað verður gott að kjúlla mömmu sína!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sömu leidis krúttid mitt.

Nafnlaus sagði...

Gott þið eruð að fara að hittast, orðnar dáldið væmnar stelpur mínar!
Kv.
Mákka nr.1