Þessar tvær, Lilja Haflína Þorkelsdóttir Wadström og Inga Einarsdóttir hafa þekkst síðan - tjah - fyrir fæðingu. Þær hittast við og við utan skóla, eins og gerðist í gær.
28. október 2008
26. október 2008
Snjórinn mættur - loksins!
Hér hefur sko snjóað, takk fyrir! Við Inga grófum út stærsta snjóskafl sem ég hef séð hér síðan við fluttum á Harðstakkshólinn, en í sumar voru liðin heil 8 ár frá þeim flutningi.
And for you Enkleesh speakers out there, as you may notice in these sample photos, we´ve had some snow over the weekend. Inga and I dug out a lovely 1 1/2 room snowpartment yesterday - today when Inga went out to continue she was shocked to find out that our seemingly huge snow house had been snowed over. But we found it, with Gunnar´s help. The horses offered their assistance but we declined. Davíð was absent the whole weekend, he spent it with Baddý and Svavar.
Gunnar, Inga og Mósi "minn og afa", eins og Inga sagði alltaf þegar hún var lítil.
And for you Enkleesh speakers out there, as you may notice in these sample photos, we´ve had some snow over the weekend. Inga and I dug out a lovely 1 1/2 room snowpartment yesterday - today when Inga went out to continue she was shocked to find out that our seemingly huge snow house had been snowed over. But we found it, with Gunnar´s help. The horses offered their assistance but we declined. Davíð was absent the whole weekend, he spent it with Baddý and Svavar.
Gunnar, Inga og Mósi "minn og afa", eins og Inga sagði alltaf þegar hún var lítil.
18. október 2008
Afmælismánuðurinn mikli...
Hver á ekki afmæli þennan mánuð? Aðalafmælisbarnið er að sjálfsögðu amma Nóna en hún varð 85 ára þann 11. október. Læt fylgja myndir af nokkrum afmælisbörnum mánaðarins, ásamt öðrum. Er að hugsa um að prófa tvítyngdar útskýringar við myndirnar, svona til að þjóna öllu mállitla fólkinu utan eyjarinnar. Önnur afmælisbörn: Gamli John Malone, 4. okt, dóttir hans og systir afa Johns hún Kay, 6. okt, Kristín Dagnýar 8. okt, Helgi Guðbrands, 15. okt, Davíð Arnar, Helga Sól 21. okt, 25. okt., Hugbjörg Helgadóttir 27. okt og Þórgunnur 29. okt.! Man ekki fleiri.
Í dag hafði jörð gránað. Börn grófu upp snjóþotur og reyndu að renna sér í sinunni. /There´s Inga all dressed up for frost and a dash of snow.
Perla, Týrumóðir. Þess ber að geta að sonur hennar Týri P. Depilsson verður 1 árs þann 28. okt./ The mother of dogs, Perla.
Ammida kom færandi hendi með náttföt frá Ameríku/Gunnar and Davíð sporting their brand-new American pyjamas from their gramma Ida.
Nóna Halla Svavars-og Baddýar með son sinn Gabríel Örn. Nóna er ein alfallegasta konan sem þessi fjölskylda hefur alið af sér, önnur eins útgeislun er sjaldfundin. Eva Rós, einnig ein fallegasta kona fjölskyldunnar er afmælisbarn mánaðarins, 24. október./ My cousin Halli's daughter Nóna with her son Gabríel. She wins the most gorgeous-of-all-contests in my family, and not just for her personality. She is Baddy and Svavar´s grandaugther. In the background is Eva Rós, also one of the family´s top beauties.
Brandur varð sextugur 10. október. Þessir tveir hittust í veislunni sem var haldin ömmu til heiðurs./ My uncle Brandur and Gunnar having a chat about socks...
Mamma var örugglega að hringja í mig til að reka á eftir mér að mæta í afmælið. Hjá henni eru Aníta EvuRósardóttir, Vigga (afmæli 17. okt - til hamingju!) kona Brandar, Kári (4. okt) og Birgitta Karen, EvuRósarbörn./ Mommy dearest, my aunt Vigga and my cousin Eva Rós´ kids.
Í dag hafði jörð gránað. Börn grófu upp snjóþotur og reyndu að renna sér í sinunni. /There´s Inga all dressed up for frost and a dash of snow.
Perla, Týrumóðir. Þess ber að geta að sonur hennar Týri P. Depilsson verður 1 árs þann 28. okt./ The mother of dogs, Perla.
Ammida kom færandi hendi með náttföt frá Ameríku/Gunnar and Davíð sporting their brand-new American pyjamas from their gramma Ida.
Nóna Halla Svavars-og Baddýar með son sinn Gabríel Örn. Nóna er ein alfallegasta konan sem þessi fjölskylda hefur alið af sér, önnur eins útgeislun er sjaldfundin. Eva Rós, einnig ein fallegasta kona fjölskyldunnar er afmælisbarn mánaðarins, 24. október./ My cousin Halli's daughter Nóna with her son Gabríel. She wins the most gorgeous-of-all-contests in my family, and not just for her personality. She is Baddy and Svavar´s grandaugther. In the background is Eva Rós, also one of the family´s top beauties.
Brandur varð sextugur 10. október. Þessir tveir hittust í veislunni sem var haldin ömmu til heiðurs./ My uncle Brandur and Gunnar having a chat about socks...
Mamma var örugglega að hringja í mig til að reka á eftir mér að mæta í afmælið. Hjá henni eru Aníta EvuRósardóttir, Vigga (afmæli 17. okt - til hamingju!) kona Brandar, Kári (4. okt) og Birgitta Karen, EvuRósarbörn./ Mommy dearest, my aunt Vigga and my cousin Eva Rós´ kids.
Og afmælisbarn mánaðarins, Jónea Samsonardóttir, fyrir u.þ.b. 75 árum. Ég hélt alltaf að þessi mynd hefði verið tekin í útlöndum vegna reynitrésins í bakgrunninum./ My grandmother Nóna some 75 years ago. She turned 85 on Oct. 11th
5. október 2008
Fyrsta tönnin dottin!
Já, góðir hálsar, hægri framtönn í efra er dottin. Hjá Davíð. Hann hafði stækkað og þroskast heldur þegar hann byrjaði í skóla fyrir rúmum mánuði; ekki minnkaði hann við klippinguna síðastliðinn föstudag, en JeMinn!, hvað hann hefur breyst við tannmissinn! Ó þetta eru svo yndislega fallegir tímar þegar börn manns eru hálftannlaus, flautandi hvert orð og afar meðvituð um að þetta þýði að þau séu kortér í stór. Tilkoma páskaungans með áföstu páskaeggi er vegna fyrirmyndarhúsmóðurinnar, moi. Ég sumsé þreif frystikistuna og fann síðasta eggið.
Mútta mætt til landsins, eins og þjóð veit. Mér skilst að amma hafi fundist hún hálf-tillitslaus að skreppa á spítalann einmitt þegar dóttirinn mætti til landsins. Ó ég hlakka svo til föstudagsins þegar ég og börnin förum suður (Einar verður byrjaður að byggja og víkur ekki frá framkvæmdum), en ég held að Inga hlakki miklu meir til. Hún allavega byrjaði að pakka í síðustu viku og spyr daglega hversu margir dagar séu í Rvíkurferðina.
Set hér svo tvær heimildamyndir í viðbót: hér eru (oftast) vinirnir Þórgunnur og Gunnar.
Svona spilum við fótbolta í Sveidddinni. Davíð er þarna markmaður, þess vegna heldur hann á boltanum. Eymundur, Inga og Davíð voru í liði en við Gunnar og Týri P. Depilsson í hinu. Loks uppgötvast einhverjir hæfileikar í hvolpinum; hann er frábær í sportinu!
Mútta mætt til landsins, eins og þjóð veit. Mér skilst að amma hafi fundist hún hálf-tillitslaus að skreppa á spítalann einmitt þegar dóttirinn mætti til landsins. Ó ég hlakka svo til föstudagsins þegar ég og börnin förum suður (Einar verður byrjaður að byggja og víkur ekki frá framkvæmdum), en ég held að Inga hlakki miklu meir til. Hún allavega byrjaði að pakka í síðustu viku og spyr daglega hversu margir dagar séu í Rvíkurferðina.
Set hér svo tvær heimildamyndir í viðbót: hér eru (oftast) vinirnir Þórgunnur og Gunnar.
Svona spilum við fótbolta í Sveidddinni. Davíð er þarna markmaður, þess vegna heldur hann á boltanum. Eymundur, Inga og Davíð voru í liði en við Gunnar og Týri P. Depilsson í hinu. Loks uppgötvast einhverjir hæfileikar í hvolpinum; hann er frábær í sportinu!
3. október 2008
Endalaus afmæli - til hamingju, Esther!
Á sunnudaginn var annar í afmæli Ingu. Mættu helstu ættmenni í nærgrenninu. Eins og vant er fann ég til ákallanlegs skorts-kvíða um morguninn og bakaði aukaköku til öryggis. Svo þegar fyrsti gesturinn ók í hlaðið helltist yfir mig sú staðreynd að ég hefði líklegast nóg fram að fermingu stúlkunnar. Alltaf eins. Einnig áttaði ég mig á því þegar systkinabörnin streymdu inn um dyrnar að ég hafði gleymt að klæða mín upp. Sumsé, öll voru á bolnum í heimafötum. En þau skemmtu sér vel.
Í dag er Esther nokkur Ágústsdóttir 40 ára. Hugsa sér, mér finnst svo steinsnar síðan við áttum báðar froskagræna kuldagalla og grófum okkur í skafla okkur til einskærrar ánægju. Til hamingju elsku besta mín!
Nokkrar myndir: Þessi er frá sunnudeginum þegar afmælissöngurinn var sunginn.
Þessi verður að fylgja: þarna er Einar Kárason fullkomin, ljóshærð eftirmynd af föður sínum!
Davíð komst í myndavélina og tók u.þ.b. 50 myndir af gestum.
Davíð er skráður í Tónlistakóla Skagafjarðar, nemur slagfæri (trommur) og æfir sig aðallega í búrinu.
Í dag er Esther nokkur Ágústsdóttir 40 ára. Hugsa sér, mér finnst svo steinsnar síðan við áttum báðar froskagræna kuldagalla og grófum okkur í skafla okkur til einskærrar ánægju. Til hamingju elsku besta mín!
Nokkrar myndir: Þessi er frá sunnudeginum þegar afmælissöngurinn var sunginn.
Þessi verður að fylgja: þarna er Einar Kárason fullkomin, ljóshærð eftirmynd af föður sínum!
Davíð komst í myndavélina og tók u.þ.b. 50 myndir af gestum.
Davíð er skráður í Tónlistakóla Skagafjarðar, nemur slagfæri (trommur) og æfir sig aðallega í búrinu.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)