Í dag er Esther nokkur Ágústsdóttir 40 ára. Hugsa sér, mér finnst svo steinsnar síðan við áttum báðar froskagræna kuldagalla og grófum okkur í skafla okkur til einskærrar ánægju. Til hamingju elsku besta mín!
Nokkrar myndir: Þessi er frá sunnudeginum þegar afmælissöngurinn var sunginn.
Þessi verður að fylgja: þarna er Einar Kárason fullkomin, ljóshærð eftirmynd af föður sínum!
Davíð komst í myndavélina og tók u.þ.b. 50 myndir af gestum.
Davíð er skráður í Tónlistakóla Skagafjarðar, nemur slagfæri (trommur) og æfir sig aðallega í búrinu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli