18. október 2008

Afmælismánuðurinn mikli...

Hver á ekki afmæli þennan mánuð? Aðalafmælisbarnið er að sjálfsögðu amma Nóna en hún varð 85 ára þann 11. október. Læt fylgja myndir af nokkrum afmælisbörnum mánaðarins, ásamt öðrum. Er að hugsa um að prófa tvítyngdar útskýringar við myndirnar, svona til að þjóna öllu mállitla fólkinu utan eyjarinnar. Önnur afmælisbörn: Gamli John Malone, 4. okt, dóttir hans og systir afa Johns hún Kay, 6. okt, Kristín Dagnýar 8. okt, Helgi Guðbrands, 15. okt, Davíð Arnar, Helga Sól 21. okt, 25. okt., Hugbjörg Helgadóttir 27. okt og Þórgunnur 29. okt.! Man ekki fleiri.

Í dag hafði jörð gránað. Börn grófu upp snjóþotur og reyndu að renna sér í sinunni. /There´s Inga all dressed up for frost and a dash of snow.


Perla, Týrumóðir. Þess ber að geta að sonur hennar Týri P. Depilsson verður 1 árs þann 28. okt./ The mother of dogs, Perla.


Ammida kom færandi hendi með náttföt frá Ameríku/Gunnar and Davíð sporting their brand-new American pyjamas from their gramma Ida.

Nóna Halla Svavars-og Baddýar með son sinn Gabríel Örn. Nóna er ein alfallegasta konan sem þessi fjölskylda hefur alið af sér, önnur eins útgeislun er sjaldfundin. Eva Rós, einnig ein fallegasta kona fjölskyldunnar er afmælisbarn mánaðarins, 24. október./
My cousin Halli's daughter Nóna with her son Gabríel. She wins the most gorgeous-of-all-contests in my family, and not just for her personality. She is Baddy and Svavar´s grandaugther. In the background is Eva Rós, also one of the family´s top beauties.


Brandur varð sextugur 10. október. Þessir tveir hittust í veislunni sem var haldin ömmu til heiðurs./
My uncle Brandur and Gunnar having a chat about socks...


Mamma var örugglega að hringja í mig til að reka á eftir mér að mæta í afmælið. Hjá henni eru Aníta EvuRósardóttir, Vigga (afmæli 17. okt - til hamingju!) kona Brandar, Kári (4. okt) og Birgitta Karen, EvuRósarbörn./
Mommy dearest, my aunt Vigga and my cousin Eva Rós´ kids.

Og afmælisbarn mánaðarins, Jónea Samsonardóttir, fyrir u.þ.b. 75 árum. Ég hélt alltaf að þessi mynd hefði verið tekin í útlöndum vegna reynitrésins í bakgrunninum./ My grandmother Nóna some 75 years ago. She turned 85 on Oct. 11th

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sko, þú hefur pottþétt verið með afmælisdagabók við höndina eða copy-paste úr reminder, ekki sjens að nokkur manneskja geti haft svo marga afmælisdaga á takteininum. Eitt enn: Ætlar þú að segja mér að þér finnist Brandur frændi þinn ekki alfallegur eins og restin af frændgarðinum?
Kveðja,
Kommenarinn ógurlegi, Sg

iol sagði...

Brandur er stórfallegur maður, eins og uppruni hans gefur til kynna. Ég mundi hvert einasta afmæli - fyrir utan eitt!

yfir og út, iol