Já, góðir hálsar, hægri framtönn í efra er dottin. Hjá Davíð. Hann hafði stækkað og þroskast heldur þegar hann byrjaði í skóla fyrir rúmum mánuði; ekki minnkaði hann við klippinguna síðastliðinn föstudag, en JeMinn!, hvað hann hefur breyst við tannmissinn! Ó þetta eru svo yndislega fallegir tímar þegar börn manns eru hálftannlaus, flautandi hvert orð og afar meðvituð um að þetta þýði að þau séu kortér í stór. Tilkoma páskaungans með áföstu páskaeggi er vegna fyrirmyndarhúsmóðurinnar, moi. Ég sumsé þreif frystikistuna og fann síðasta eggið.
Mútta mætt til landsins, eins og þjóð veit. Mér skilst að amma hafi fundist hún hálf-tillitslaus að skreppa á spítalann einmitt þegar dóttirinn mætti til landsins. Ó ég hlakka svo til föstudagsins þegar ég og börnin förum suður (Einar verður byrjaður að byggja og víkur ekki frá framkvæmdum), en ég held að Inga hlakki miklu meir til. Hún allavega byrjaði að pakka í síðustu viku og spyr daglega hversu margir dagar séu í Rvíkurferðina.
Set hér svo tvær heimildamyndir í viðbót: hér eru (oftast) vinirnir Þórgunnur og Gunnar.
Svona spilum við fótbolta í Sveidddinni. Davíð er þarna markmaður, þess vegna heldur hann á boltanum. Eymundur, Inga og Davíð voru í liði en við Gunnar og Týri P. Depilsson í hinu. Loks uppgötvast einhverjir hæfileikar í hvolpinum; hann er frábær í sportinu!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
til hamingju Davið með að missa tönn, en ..... ég er líka búin að missa hægri framtönn - en mér finnst að ég er of gömul til þess, svo engin mynd af mér!!!!
kveðja Birgit
Held tönnunum góðu heilli. Takk fyrir stúlkuna um helgina, þau eru voðalega fín frændsystkinin...
Kv.
Sg
Skrifa ummæli