Ekki fer mikið fyrir messuferðum þessi jólin. Messufall varð á Silfrastöðum í dag, sökum gargandi roks enn eina ferðina. Skellti mér í gönguferð milli bæja, svona til að prófa aðstæður - ég hafði mig fram og til baka slysalítið (flaug að vísu flöt á bakið í drullusvað, nema hvað). Annað verður þó sagt um Týra Prins Depils- og Perluson, hann fauk allavega þrisvar útaf veginum. Blessað litla skinnið. Auðvitað á maður ekki að hlægja að litlum hvolpi þegar hann fýkur eins og borðtuska niður af vegkantinum, en fyrst hann hafði sig alltaf aftur upp á veginn var nú ekki hundrað í hættunni, ha.
Hvað ætli maður sé búinn að innbyrða mörg kíló af hreinu súkkulaði um hátíðarnar? Aðventan meðtalin? Þetta er fáránleg spurning, svona álíka heimskuleg og: hversu mörg grömm er hamingjan?
30. desember 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Er ekkert að frétta á Skaganum ???
engar myndir heldur ????Bara spyr..
Mamma þín..
Skrifa ummæli