27. febrúar 2008

Aukastarfið mitt

Fyrir nokkrum árum, á hjónaballi, var mér lýst sem fjölmiðlafulltrúa Flatatungu. Í gærkveldi sinnti ég þessu hlutastarfi mínu þegar ég fór á fund félags sauðfjárbænda í Skagafirði og tók á móti útskornum hrút með nafni okkar Einars á. Blakkur, sonur Rúðubrots og einhvers sæðingahrúts frá Borgarfirði, var stigahæstur fullorðinna hrúta 2007. Hér sjáið þið þennan glæsta grip. Fundargestir dásömuðu hornalag hans en veittu nafni móður hans sérstaka athygli .

Fór í dag í Krókinn, hitti langömmuna og langafann - ótrúlega ungleg miðað við titla, en æi verð að hætta því uppáhalds spjallþátturinn minn er byrjaður! Kiljan. Síjú.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með hrússa. Segið svo að þið hjónin bagsið til einskis, fáið þessa fínu styttu fyrir allt erfiðið. Ég sé mig knúna til að taka sýsló mér til fyrirmyndar og áminna þig fyrir að heimsækja langömmuna tíðar en okkur Túnbúana. (Áminning í einum lið).
Löööv,
Sg

Nafnlaus sagði...

Til hamingju dalabændur, þið eruð best. Fallegur er hann á velli --en mér sýnist hann svo djöfullegur til augnanna, ha? Er hann nokkuð úr Hálfdánartungunum!!
S.G.

Nafnlaus sagði...

Finnst þér hrússi hálf dán, nafna?
Kv.
Sg