.............................
............................................
................................
.............................
Svona er hljóðið úr mér í dag, svona hressilega raddlaus þökk sé hálsbólgu (og kannski ögn af söng á þorrablótinu). Fór heim úr skólanum eftir tveggja tíma kennslu og lagði mig í 3 tíma! Mér leið eins og blöndu af ábyrgðalausum unglingi og glæpamanni sem er við það að vera staðinn við iðju sína. Að leggja sig í 3 tíma um miðjan dag! Fussumsvei og þvílíkt og annað eins! Mikið andskoti var það gott.
Annars er aðalfréttin sú að amma mín Nóna er orðin langalangamma! Og Baddý og Svavar langamma og langafi. Og Halli fósturbróðir minn orðinn afi!! Já, Nóna "litla" eignaðist undurfagran son í gærkveldi. Innilegar hamingjuóskir, litli drengur, með komuna í þennan heim.
12. febrúar 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Ég trúi þessu ekki. Það bara stenst ekki að B&S séu orðin LANGafi og LANGamma. Glætan!
Kv.
Sg
Skrifa ummæli