28. febrúar 2008
Amma Soffía
Loksins sinnti ég tilfinningaskyldum og hringdi í föðurömmu Soffíu. Hún er nú til húsa á Landakoti, fer þó stundum heim um helgar. Ég sagði börnunum að amma Soffía myndi orðið ekki allt, hún til dæmis man ekki hvað þau heita lengur. Ég veit það, sagði Davíð, hún kallaði mig Óla síðast þegar við fórum í heimsókn. Og ég sem var að velta því fyrir mér hvort þau ættu að vita svona lagað, að amma væri orðin óttalega gleymin. Í samtali okkar ömmu sagði hún mér að hún ætti herbergisfélaga. Ég spurði hvort þetta væri ekki ágætis kona -jújú, sagði amma. Eruð þið á svipuðum aldri, spurði ég. Hvað ertu gömul, spurði amma konuna sem greinilega var viðstödd. Æi, ég man það ekki!, svaraði konan og þær báðar hlógu dátt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli