Lifði af suðurferð yfir helgina með allri fjölskyldunni - börnum og manni. Suðurferðir eru allar frekar keimlíkar; yndislegar, hrikalegar, erfiðar, frábærar og alltof stuttar. Maður hittir sína nánustu en þó ekki nema brot af þeim sem mann langar að sjá. Búðarferðir (fataleysi hrjáir mig þessa dagana) koma ekki til greina (þó hljóp ég inní Hagkaup og reif einhvern bol af herðatré. Hann rétt passar). Maður borðar ljúffengan mat hjá matgóðu fólki (takk fyrir mig Dagný, Eva Rós, amma og Harpa!) og svo venjulegast náum við einni sundferð, í þetta sinn í langbestu laug bæjarins, Seltjarnarnesslaug. En toppurinn var auðvitað að hitta Hörpu móðursystur mína sem býr í sjálfu Texas, enda ferðin farin fyrst og fremst til þess.
Harpa sæta með ormana mína (öll í nýjum bolum frá frænku).
Dugnaðarfólk skellir í sig morgunkakóinu - Kári var upptekinn við lestur.
Amma sæta Soffía elur manninn á Landakoti á virkum dögum. Hún var eiturhress miðað við allt og allt.
Gunnar dýrkar stórar stelpur. Kristín systurdóttir mín er ein af þeim og fékk hún að finna fyrir hrifningu Gunnars með stöðugu áreiti.
Já sumir stækka, aðrir ekki. ,,Litla'' systurdóttir mín, hún Elva Björk er aðeins 11 ára og er búin að ná mér í hæð. Flestir krakkar bíða svona til 12-13 ára þar til þeir taka fram úr mér, ha!
4 ummæli:
En frábærar myndir, nu á bara ad senda mer nokkrar kopiur..
Mamma
takk fyrir síðast'skan :) allt of stutt eins og venjulega en betra en ekki neitt ! Ég er búin að lofa börnunum að leggjast uppá ykkur í sumar( í a.m.k. 2 mánuði! )- ekki bókstaflega - örugglega ekkert sérstaklega þægilegt :)
kv.evarósin
Það er alltaf svona spes taug í mér sem fer að grenja yfir öllu, er reyndar oftast yfirbuguð af öllum hinum, en dearlord hvað þessi grenjitaug vil alltaf fara að skæla þegar hún sér þessar sætu myndir, er bara ekki búin að fatta hvernig á að skilja eftir komment áður;)
Mikið hlakka ég til að hitta ykkur öll, ár og öld síðan maður ræddi um allt mögulegt og ómögulegt milli himins og jarðar við þig Íris mín....
En risastórt knús á ykkur öll
Brynhildur ;p
Skrifa ummæli