23. júlí 2008

Hér er ekkert atvinnuleysi iðnaðarmanna.

ATHugið * athugið, allar myndir eru vistaðar stórar (800x600) ef vera skyldi að fólk vilji skoða þær nánar, ha, mamma.

Hún Helga tengdamóðir mín tók þessar tvær fyrstu myndir í myndasyrpu dagsins. Þær voru teknar um helgina þegar foreldrarnir voru í heyskap en börnin léku sér að kappi í garðinum hjá afa og ömmu. Þessar myndir eru hvor á sinn hátt stórkostlegar; á þeirri fyrir virðist hver í sínum leik eða kannski eru allir í sama leiknum, við fullorðins skiljum hann bara ekki. Allavega er allt í botni.


Hver snertir ekki hvern í þessari ljúfu mynd.



Í gær byrjuðu þær Inga og Embla Björt, ættuð frá Uppsölum, á gjörningi sem þær kalla húsbíl. Þær eyddu megninu af deginum og kvöldinu; í dag var haldið áfram og um kvöldmat gátu þær húkt tvær inni í honum með vatn og seríós. Húsbíllinn er um 1 fermetri, voða kósí.


Húsbíllinn er að sjálfsögðu málaður að utan sem innan. (valdi þessa mynd sérstaklega því frumburðurinn náði að geifla sig á öllum hinum á meðan Embla var eins og fyrirsæta á hverri einustu).


Davíð sat ekki auðum höndum, heldur notaði timbrið frá Árna á Uppsölum - sá sendi okkur heim með fullt skott af spýtum. Þetta er flugvél.


Marín Björt - Emblu systir - og Gunnar máluðu gólf á framtíðarhúsi. Hrikaleg krútt.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir ljosid mitt, búin ad setja i "folder" gaman ad sjá duglegt folk. Vonast til ad ná á þig seinna. xoxo mamma

Nafnlaus sagði...

Takið þið að ykkur að smíða sólpall með flúri? Sólarmegin.Þau eru yndi ekki verður annað sagt.
Kv.S.G.